Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
„Landvöktun er svokallað lýðvísindaverkefni (citizen science project) sem gerir landeigendum og öðrum áhugasömum einstaklingum kleift að kynnast landinu sínu á nýjan hátt.“
„Landvöktun er svokallað lýðvísindaverkefni (citizen science project) sem gerir landeigendum og öðrum áhugasömum einstaklingum kleift að kynnast landinu sínu á nýjan hátt.“
Á faglegum nótum 29. júlí 2025

Getur þú bætt í þekkingarbrunn um íslenska náttúru?

Höfundur: Jóhann Helgi Stefánsson, sérfræðingur hjá Landi og skógi.

Ísland er auðlindaríkt land, en auðlindirnar sem oft er litið fram hjá í daglegri umræðu eru þær sem felast í gróðri og jarðvegi.

Íslensk gróðurvistkerfi hafa sögulega orðið fyrir miklu raski svo sem rofi og því er einstaklega mikilvægt að hlúa að móunum okkar. Til þess er ómetanlegt að eiga góðar myndir af landi svo hægt sé að fylgjast með gangi mála. Þar gætir þú, kæri lesandi, komið sterkur inn. Með þátttöku í verkefninu Landvöktun – lykillinn að betra landi, sem ætlað er að kanna ástand þessara auðlinda og hvernig þær þróast, getur þú bætt í þennan mikilvæga þekkingarbrunn.

Landvöktun: Fylgstu með landinu þínu og gerðu það betra

Landvöktun er svokallað lýðvísindaverkefni (citizen science project) sem gerir landeigendum og öðrum áhugasömum einstaklingum kleift að kynnast landinu sínu á nýjan hátt. Með því að taka þátt í Landvöktun getur þú fylgst með þróun gróðurfars og jarðvegs á þínu svæði, og einnig haft áhrif á hvernig ástand landsins breytist í framtíðinni. Þetta er ekki aðeins tækifæri til að læra um landið þitt, heldur einnig að leggja þitt af mörkum til að bæta það.

Hvernig virkar það?

Verkefnið fer fram með einföldum hætti. Þátttakendur ákveða sjálfir hvaða land þeir vakta og fara á þeim tíma sem hentar þeim best. Snjallsímar eru notaðir til þess að skrá upplýsingar um ástand gróðurfar og jarðvegs. Þessi gögn eru síðan nýtt, ásamt öðrum gögnum, til að meta ástand landsins og bæta ákvarðanir sem snúa að sjálfbærri landnýtingu og endurheimt landgæða þar sem þörf er á.

Af hverju að taka þátt?
  • Fáðu betri yfirsýn yfir landið þitt: Með því að taka þátt í Landvöktun öðlast þú betri skilning á hvernig landið þitt er að þróast og hvaða áhrif mismunandi landnýting hefur á það.
  • Leggðu þitt af mörkum til að vernda auðlindirnar okkar: Þátttakan í verkefninu hjálpar til við að safna mikilvægum upplýsingum sem stuðla að bættu ástandi landsins og aukinni sjálfbærni.
  • Taktu þátt í samfélagsverkefni: Verkefnið er í raun samfélagsverkefni þar sem allir sem hafa áhuga á landbúnaði, náttúruvernd og sjálfbærri landnýtingu geta lagt sitt af mörkum til að bæta ástand landsins.
Hver getur tekið þátt?

Verkefnið er opið öllum! Hvort sem þú ert landeigandi, bóndi, náttúruverndarsinni eða bara einstaklingur sem vill læra meira um landið sitt, þá getur þú tekið þátt. Með einfaldri aðkomu og nýtingu snjalltækni getur þú fylgst með landinu þínu og tekið þátt í því að bæta ástand þess.

Er eitthvað sem þú vilt vita meira um?

Við hvetjum þig til að skoða Landvöktun og ganga í samstarf við GróLind. Á vefsíðu okkar www.grolind.is/landvoktun, getur þú fengið allar upplýsingar um hvernig þú getur tekið þátt, auk þess sem við bjóðum upp á aðstoð ef þú hefur einhverjar spurningar. Við viljum fjölga þátttakendum og bjóðum ykkur innilega velkomin í þann kröftuga hóp sem tekur þátt nú þegar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...