Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Geta örveruhimnur útskýrt háa frumutölu og þráláta júgurbólgu?
Á faglegum nótum 29. júní 2023

Geta örveruhimnur útskýrt háa frumutölu og þráláta júgurbólgu?

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Suma júgurbólgu er ekki hægt að meðhöndla þrátt fyrir ítarlega sýklalyfjameðferð og oft standa bændur ráðþrota gagnvart þessum tilvikum þrálátrar júgurbólgu.

Vandamálið við þessi tilfelli er að þau hafa að líkindum verið meðhöndluð með hefðbundnum sýklalyfjum, sem þó hafa ekki haft tilætluð áhrif. Áframhaldandi sýklalyfjameðferð í þessum tilfellum, þar sem sýklalyfin ná ekki að eyða bakteríunum, eykur hættuna á að þróa sýklalyfjaónæmi, sem er ein mesta ógnin við heilsu manna og dýra. Nýleg rannsókn á mögulegum orsakavöldum þessara tilvika hefur leitt sjónir vísindafólks að svokölluðum örveruhimnum í júgri en sé það tilfellið, þ.e. að orsökina megi finna í örveruhimnu, þá opnar það á nýjar leiðir til þess að takast á við vandamálið.

Hvað er örveruhimna?

Venjulega er litið á bakteríur sem lífverur sem lifa einar en rannsóknir sýna að bakteríur vilja helst lifa í örveruhimnu en þá eru þær saman og mynda eins konar samnæringarsamfélag örvera, sem loða saman á frumuveggjum og geta bundist alls konar yfirborði.

Þetta einkenni hjá bakteríum er vel þekkt og oft myndast slímkennd himna á yfirborði þar sem bakteríur hafa fjölgað sér mikið. Sama á við um örveruhimnur sem t.d. geta myndast inni í mjólkurlögnum svo dæmi sé tekið.

Örverurnar mynda um sig net utanfrumufjölliða, sem eru venjulega blanda af fjölsykrum, próteinum, lípíðum og erfðaefni. Í svona örveruhimnu geta bakteríurnar deilt næringarefnum og erfðaefni og varið sig sameiginlega fyrir ógnum í sínu nánasta umhverfi.

Þessar ógnir geta t.d. verið ónæmiskerfi kúnna sjálfra, sápu- og þvottaefni eða meðferð með sýklalyfjum og er þekkt að örveruhimnusýkingar í mönnum er erfitt að meðhöndla með sýklalyfjum og eru það oft langvinnar sýkingar eins og sárasýkingar, ígræðslutengdar sýkingar, lungnasýkingar, þvagfærasýkingar og fleiri mætti nefna. Einkenni þessara langvinnu sýkinga í fólki eru mjög lík þeim sem koma hjá kúm með þráláta júgurbólgu.

Er mögulegt að örveruhimnur séu ástæða þess að sum júgurbólgutilfelli verða þrálát? Mynd/Wikipedia

Rannsakað með háþróaðri tækni

Það sem er nýtt varðandi þessa tilgátu um mögulegar orsakir langvinnrar júgurbólgu er tilgátan um að örveruhimnur geti sem sagt myndast á innra yfirborði júgurs, rétt eins og inni í mjólkurlögnum.

Hvort örveruhimnur geti verið ástæðan fyrir því að erfitt sé að ná tökum á sumum tilfellum júgurbólgu er þó ekki fyllilega ljóst, en verið er að rannsaka málið frekar.

Tilfellið er að í dag eru júgurbólguvaldar greindir á grunni mjólkursýnis frá hinum sýkta kirtli en slíkt mjólkursýni getur eðlilega ekki varpað ljósi á það hvort á kirtilvefnum séu örveruhimnur sem valda mestum usla hjá kúnni.

Til þess að komast nær sannleikanum er nú í gangi verkefni í Danmörku þar sem vefjasýnum hefur verið safnað í sláturhúsum af ákveðnum svæðum júgurs úr kúm með júgurbólgu.

Vefsýnin verða skoðuð með háþróuðum sameindaaðferðum til að ákvarða hvaða bakteríur eru til staðar. Að auki verður notuð erfða- efnisraðgreining til að kortleggja hvernig frumur kúa bregðast við bakteríum og hvernig bakteríur bregðast við frumum kúa. Þá verður enn fremur notuð sérstök litatækni sem kallast PNA-FISH en þessi tækni gerir vísindafólkinu kleift að sjá nákvæmlega hvar og hvernig bakteríurnar eru til staðar í júgrinu og ekki síst hvort þær sameinist og myndi verndandi örveruhimnu.

Nýjar meðferðaraðferðir

Með því að komast að því hvort sumar bakteríur myndi örveruhimnur í ákveðnum júgurbólgutilfellum, og ef unnt verður að greina það tímanlega, má bregðast við með annars konar hætti en nú er gert. Hér geta kúabændur mögulega grætt á rannsóknum á sambærilegum sýkingum í fólki, en læknum hefur tekist að ná mun betri tökum á svona þrálátum sýkingum en áður fyrr.

Niðurstöður þessa rannsóknaverkefnis geta því mögulega hjálpað til við að endurhugsa og bæta meðferðirnar þannig að hægt sé að draga úr sýklalyfjanotkun, spara kostnað við meðferðir og auka nýtingu mjólkur til manneldis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...