Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svín sem notuð eru við rannsóknir á millitegundaígræðslum eru séralin.
Svín sem notuð eru við rannsóknir á millitegundaígræðslum eru séralin.
Fréttir 30. maí 2022

Genabreytt svínshjarta sem grætt var í sjúkling reyndist vera sýkt af svínaveiru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrr á þessu ári var grætt genabreytt svínshjarta í Banda­ríkjamann sem þjáðist af ólækn­andi hjartasjúkdómi. Aðgerðin sem slík tókst vonum framar en nú hefur komið í ljós að ígrædda svínshjartað var sýkt af svínaflensu og hjartaþeginn látinn tveimur mánuðum síðar.

Aðgerðin, sem var framkvæmd á vegum University of Maryland School of Medicine, þótti marka tímamót og vera stórt skref fram á við í rannsóknum og framkvæmd á millitegunda­líffæragjafa. Sjúkling­urinn sem um ræðir var við dauðans dyr þegar hann undirgekkst hjarta­aðgerð í janúar síðastliðnum.

Dældi blóði af krafti

Nokkrum dögum eftir að hjarta sjúklingsins var skipt út fyrir svínshjartað virtist allt í lukkunnar velstandi og hjartaþeginn sat uppi í rúmi sínu. Mælingar sýndu að hjartað dældi blóði af krafti um líkamann og vann eins og hjarta rokkstjörnu í góðu líkamlegu formi. Rúmum mánuði eftir aðgerð­ina fór að halla undan fæti hjá hjarta­þeganum og tveimur mánuðum eftir aðgerðina var hann látinn. Í yfirlýsingu sem Maryland School of Medicine sendi frá sér vegna andlátsins í mars síðastliðinn sagði talsmaður háskólans að engin augljós orsök væri tilgreind fyrir andlátinu og að beðið væri frekari niðurstaðna rannsókna því tengdu.

Hjartað sýkt

Núna hefur komið í ljós að svínshjartað sem notað var við ígræðsluna var sýkt af svokallaðri svínacýtómegalóveiru og að með aðgát hefði verið hægt að koma í veg fyrir sýkingu og dauða sjúklingsins af hennar völdum.

Líffærasvín

Svín sem notuð eru við rannsóknir á millitegundaígræðslum eru séralin og eiga því að vera laus við vírusa. Líftæknifyrirtækið Revivicor, sem ól svínið, hefur neitað að tjá sig um málið og ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna þess.

Sérfræðingar á sviði milliteg­unda­ígræðslu segja að þrátt fyrir dauða sjúklingsins af völdum veirunnar hafi aðgerðin gengið vel og að í framtíðinni ætti að vera hægt að koma í veg fyrir sýkingar af þessu tagi.

Helsta hindrunin fyrir líffæra­ígræðslu úr dýrum í menn er ónæmis­kerfi mannsins sem ræðst á framandi frumur í ferli sem kallast höfnun. Til að forðast höfnun hafa líftæknifyrirtæki verið að þróa svín þar sem búið er að fjarlægja sum gen og bæta öðrum við til að draga úr hættu á höfnun.

Tilraunir á heiladauðu fólki

Rannsóknir með millitegunda­ígræðslur hafa aukist talsvert síðustu árin og hafa meðal annars verið gerðar tilraunir með að græða lifur, nýru og hjarta úr bavíönum og svínum í heiladautt fólk.

Veirur geta stökkbreyst í nýjum hýsli

Þeir sem lengst hafa gengið í að gagnrýna aðgerðir af þessu tagi segja að með milliteg­undaígræðslum skapist mögu­leikar á að hættulegir vírusar berist milli tegunda og stökkbreytist í
nýja hýslinum.

Þeir geti síðan borist með heilbrigðisstarfsfólki út í samfélagið og valdið faraldri.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...