Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ágóði af sölu pylsanna var settur í ferðasjóð.
Ágóði af sölu pylsanna var settur í ferðasjóð.
Mynd / ÁL
Utan úr heimi 22. maí 2023

Genabreytt svín til pylsugerðar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) hefur veitt Washington State University leyfi til að nota genabreytt svín (e. gene-edited pigs) til pylsugerðar og manneldis, en það er í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt í Bandaríkjunum.

Leyfið fékkst fyrir fimm slík svín og var tilgangurinn að sýna fram á að matur úr genabreyttum dýrum sé öruggur til neyslu og það sé möguleiki fyrir háskólastofnun að fá slíkt leyfi.

Frá þessum tíðindum var greint á vef háskólans nú í byrjun maí. Þar sagði að svínin væru genabreytt á þann hátt að vísindamenn gætu notað þau til að eignast afkvæmi með eiginleika frá öðrum gelti. Tæknin breytir göltum þannig að þeir eru gerðir ófrjóir. Síðan er stofnfrumum úr öðrum gelti komið fyrir í þeim genabreyttu sem svo framleiða sáðfrumur með æskilegum eiginleikum til að skila til næstu kynslóðar.

Kjötgæði og heilbrigði

Haft er eftir Jon Oatley, sem er prófessor í sameindalíffræði við háskólann og stýrir tilraunum með genabreytingarnar við dýralæknis- fræðideildina, að almenningur hafi gjarnan ranghugmyndir um slíkar genabreytingar. Hann vonast til að þeirra verkefni geti haft sitt að segja í að leiðrétta þær og hjálpa til við að upplýsa um þessa tæknimöguleika. Hann segir að upphaflega markmið verkefnisins væri að bæta þær aðferðir sem við höfum til að fæða mannfólk. Þessi tækni búi yfir möguleikum til framtíðar, að hægt verði að ala búfé með meiri kjötgæði og bæta heilbrigði og seiglu í ljósi aðsteðjandi breytinga á loftslagi og umhverfi. Mikil þörf sé til dæmis fyrir meiri og hagkvæmari kjötframleiðslu í þróunarríkjunum.

Genabreyttu svínsskrokkarnir voru sendir í kjötvinnslu háskólans þar sem þeim var breytt í pylsur og voru svínin tveggja ára við slátrun. Pylsurnar, sem sagðar eru í þýskum stíl, verða seldar í veitingaþjónustu og verður ágóðinn af sölunni settur í ferðasjóð háskólanema sem keppa fyrir hönd skólans í kjötmati.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...