Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ágóði af sölu pylsanna var settur í ferðasjóð.
Ágóði af sölu pylsanna var settur í ferðasjóð.
Mynd / ÁL
Utan úr heimi 22. maí 2023

Genabreytt svín til pylsugerðar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) hefur veitt Washington State University leyfi til að nota genabreytt svín (e. gene-edited pigs) til pylsugerðar og manneldis, en það er í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt í Bandaríkjunum.

Leyfið fékkst fyrir fimm slík svín og var tilgangurinn að sýna fram á að matur úr genabreyttum dýrum sé öruggur til neyslu og það sé möguleiki fyrir háskólastofnun að fá slíkt leyfi.

Frá þessum tíðindum var greint á vef háskólans nú í byrjun maí. Þar sagði að svínin væru genabreytt á þann hátt að vísindamenn gætu notað þau til að eignast afkvæmi með eiginleika frá öðrum gelti. Tæknin breytir göltum þannig að þeir eru gerðir ófrjóir. Síðan er stofnfrumum úr öðrum gelti komið fyrir í þeim genabreyttu sem svo framleiða sáðfrumur með æskilegum eiginleikum til að skila til næstu kynslóðar.

Kjötgæði og heilbrigði

Haft er eftir Jon Oatley, sem er prófessor í sameindalíffræði við háskólann og stýrir tilraunum með genabreytingarnar við dýralæknis- fræðideildina, að almenningur hafi gjarnan ranghugmyndir um slíkar genabreytingar. Hann vonast til að þeirra verkefni geti haft sitt að segja í að leiðrétta þær og hjálpa til við að upplýsa um þessa tæknimöguleika. Hann segir að upphaflega markmið verkefnisins væri að bæta þær aðferðir sem við höfum til að fæða mannfólk. Þessi tækni búi yfir möguleikum til framtíðar, að hægt verði að ala búfé með meiri kjötgæði og bæta heilbrigði og seiglu í ljósi aðsteðjandi breytinga á loftslagi og umhverfi. Mikil þörf sé til dæmis fyrir meiri og hagkvæmari kjötframleiðslu í þróunarríkjunum.

Genabreyttu svínsskrokkarnir voru sendir í kjötvinnslu háskólans þar sem þeim var breytt í pylsur og voru svínin tveggja ára við slátrun. Pylsurnar, sem sagðar eru í þýskum stíl, verða seldar í veitingaþjónustu og verður ágóðinn af sölunni settur í ferðasjóð háskólanema sem keppa fyrir hönd skólans í kjötmati.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...