Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gemlufall
Bóndinn 12. ágúst 2021

Gemlufall

Gemlufall í Dýrafirði er við norðanverðan Dýrafjörð og var fyrst getið í Gísla sögu Súrssonar sem gerist seint á 10. öld en það var á Gemlufallsheiðinni þar sem hann sagði hin frægu orð „Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar“. 

Hjónin Elsa María og Jón Skúlason tóku við búinu 1994 en áður bjó Jón í félagsbússkap á bænum með foreldrum sínum þar sem var mjólkurframleiðsla og fjárbúskapur.

Býli:  Gemlufall.

Staðsett í sveit:  Við norðanverðan Dýrafjörð.

Ábúendur: Elsa María og Jón Skúlason.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum 4 dætur, Ástey, Margrét Ástrós, Hafdís Katla, Heiðdís Birta og fóstursoninn Ólaf Ísak. 3 barnabörn, Inga Hrafn, Margréti Auði og Söru Diljá og svo er eitt til viðbótar væntanlegt í ágúst.  Dæturnar eru allar uppkomnar og fluttar að heiman en koma mikið heim ásamt mökum og barnabörnunum.

Gæludýr á bænum eru hundarnir Tinna og Stella, og 4 fiskar.

Stærð jarðar?  Jörðin Gemlufall mælist um 619 hektarar og  svo eigum við einnig jörðina Lækjarós. 

Gerð bús? Í dag er á bænum fjárbúskapur, nautaeldi, nokkrar hænur og ferðaþjónustu einnig erum við þátttakendur í Beint frá býli. Mjólkurframleiðsla lagðist af 2020.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?

Hefðbundinn dagur í sveitinni er eitthvað á þá leið að við förum á fætur, fáum okkur morgunmat og kaffi áður en farið er að huga að dýrunum, svo er athugað með stöðu væntanlegra gesta í ferðaþjónustunni.  Svo er bara gengið í það sem þarf að gera, en það er eitt af því sem sem er svo skemmtilegt við það að búa í sveit að fjölbreytnin er mikil og enginn dagur er eins. Það eru auðvitað þessi stærri hefðbundnu störf eins og girðingavinna, heyskapur, sauðburður, smölun og slíkt en líka þrif í kringum bæinn og dýrin og svoleiðis. Svo reynum við líka alltaf að njóta líka, ferðast og hafa gaman af lífinu. Elsa María er starfandi utan búsins sem sérkennslustjóri í leikskólanum Sólborg á Ísafirði.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er öll vinna skemmtileg í góðu veðri, nema að þrífa hænsnakofann það er alltaf leiðinlegt. 

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við sjáum fyrir okkur vaxandi ferðaþjónustu og þá líka meiri þjónustu við ferðafólk.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Brauðostur og heimagerð aðalbláberjasulta. 

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimatilbúin pitsa, kjötsúpa, steiktur fiskur svo er kalkúnninn á jólunum algjört uppáhald.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar húsið okkar hjóna kom með skipi til Þingeyrar fullbúið með ísskáp, hægindastól og fleiru og var svo flutt að Gemlufalli á vörubíl, híft af með krana og var nánast hægt að stinga í samband og flytja inn.

Dæturnar Heiðdís, Magga Rós, Ástey og Hafdís Katla.

Ólafur Ísak, Ingi Hrafn og Margrét Auður.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f