Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Marinó Bjarnason, bóndi á Eysteinseyri ásamt Frökk og tvílembingunum.
Marinó Bjarnason, bóndi á Eysteinseyri ásamt Frökk og tvílembingunum.
Fréttir 22. apríl 2015

Gemlingurinn Frökk bar tveimur gimbrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sá fáheyrði atburður átti sér stað á bænum Eysteinseyri við Tálknafjörð að gemlingur sem kallast Frökk bar tveimur lömbum 27. mars síðastliðinn.

Frökk er fædd 15. maí 2014 og því innan við ársgömul. Marinó Bjarnason, bóndi á Eysteinseyri, segist hafa haft samband við Ólaf R. Dýrmundsson sem hefur rannsakað mest gangmál og burðartíma á íslensku sauðfé. „Ólafur sagðist ekki muna eftir að gemlingur fæddur á þessum árstíma hafi borið svona snemma.“

Annars er það að frétta af fjárstofni á Eysteinseyri að eftir fósturtalningu í mars töldust 179 fóstur í 73 fullorðnum ám og 21 gemlingi og engin í hópnum reyndist vera geld. Marinó segir að hugsanlega megi þakka þessa góðu frjósemi að nýlega var farið yfir allt rafmagn í fjárhúsunum og það lagað. „Rollurnar eru mun rólegri eftir að rafmagnið var tekið í gegn og þeim virðist líða betur.“  

Skylt efni: Gemlingur | tvílembingar

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...