Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Viðurlög við ólöglegum geldingum sauðfjár geta verið stjórnvaldssekt.
Viðurlög við ólöglegum geldingum sauðfjár geta verið stjórnvaldssekt.
Á faglegum nótum 18. október 2024

Geldingar lambhrúta

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir

Athygli sauðfjáreigenda er vakin á því að geldingar leikmanna á öllu búfé eru bannaðar.

Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir

Dýralæknar einir mega gelda lambhrúta og önnur dýr og skal það gert í deyfingu og gefið verkjastillandi lyf eftir þörfum. Í reglugerð 1066/2014 segir:

8. gr. Aðgerðir.

Dýralæknum er einum heimilt að afhorna kindur og geitur þannig að fari inn í sló og gelda karldýr. Skylt er að nota deyfingu við þær aðgerðir og nota skal langverkandi verkjalyf þar sem það á við. Matvælastofnun getur krafist upplýsinga um allar aðgerðir sem hafa verið gerðar á sauðfé eða geitfé sem eru á búinu eða koma til slátrunar, þar með talið hornatöku og geldingar.

Það er eitt af meginverkefnum Matvælastofnunar að fylgjast með að frumframleiðendur, þ.e. dýraeigendur, fari að þeim lögum og reglugerðum sem í gildi eru. Eftirlit með geldingum búfjár er eitt þessara verkefna. Þetta eftirlit fer fram á tveimur stöðum, annars vegar í sláturhúsum og hins vegar heima á býli. Í sláturhúsum er athugað hvort innleggjandi hafi sent sauði til slátrunar og þá hver hafi gelt þá. Við eftirlit Matvælastofnunar með sauðfjárbúum er það einnig fastur liður að athugað er hvort á viðkomandi búi séu sauðir og þá hver hafi gelt þá. Viðurlög við ólöglegum geldingum sauðfjár geta verið stjórnvaldssekt.

Skylt efni: geldingar

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f