Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Viðurlög við ólöglegum geldingum sauðfjár geta verið stjórnvaldssekt.
Viðurlög við ólöglegum geldingum sauðfjár geta verið stjórnvaldssekt.
Á faglegum nótum 18. október 2024

Geldingar lambhrúta

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir

Athygli sauðfjáreigenda er vakin á því að geldingar leikmanna á öllu búfé eru bannaðar.

Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir

Dýralæknar einir mega gelda lambhrúta og önnur dýr og skal það gert í deyfingu og gefið verkjastillandi lyf eftir þörfum. Í reglugerð 1066/2014 segir:

8. gr. Aðgerðir.

Dýralæknum er einum heimilt að afhorna kindur og geitur þannig að fari inn í sló og gelda karldýr. Skylt er að nota deyfingu við þær aðgerðir og nota skal langverkandi verkjalyf þar sem það á við. Matvælastofnun getur krafist upplýsinga um allar aðgerðir sem hafa verið gerðar á sauðfé eða geitfé sem eru á búinu eða koma til slátrunar, þar með talið hornatöku og geldingar.

Það er eitt af meginverkefnum Matvælastofnunar að fylgjast með að frumframleiðendur, þ.e. dýraeigendur, fari að þeim lögum og reglugerðum sem í gildi eru. Eftirlit með geldingum búfjár er eitt þessara verkefna. Þetta eftirlit fer fram á tveimur stöðum, annars vegar í sláturhúsum og hins vegar heima á býli. Í sláturhúsum er athugað hvort innleggjandi hafi sent sauði til slátrunar og þá hver hafi gelt þá. Við eftirlit Matvælastofnunar með sauðfjárbúum er það einnig fastur liður að athugað er hvort á viðkomandi búi séu sauðir og þá hver hafi gelt þá. Viðurlög við ólöglegum geldingum sauðfjár geta verið stjórnvaldssekt.

Skylt efni: geldingar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...