Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sælkerapoppkornið Ástrík Poppkorn. Ásthildur Björgvinsdóttir þróaði það heima hjá sér í eldhúsinu en færði sig svo yfir í Matarsmiðju Matís fyrir framleiðsluna.
Sælkerapoppkornið Ástrík Poppkorn. Ásthildur Björgvinsdóttir þróaði það heima hjá sér í eldhúsinu en færði sig svo yfir í Matarsmiðju Matís fyrir framleiðsluna.
Fréttir 2. apríl 2024

Geitapylsur, ærkjöt, geitaostar og sauðamjólkurís

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matarmarkaður smáframleiðenda matvæla var haldinn á 1. hæð aðalbyggingar Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri 7. mars.þar sem gestir gátu nælt sér í margvíslegar krásir úr smiðju matarfrumkvöðla úr þéttbýli og af landsbyggðinni.

Markaðurinn var haldinn í kjölfar málþingsins Landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu, þar sem Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla, fór yfir stöðu og horfur fyrir sína félagsmenn. Íþyngjandi regluverk utan um þessa tegund matvælaframleiðslu er talin vera helsta ógnin og hamlar frekari framþróun.

Samtök smáframleiðenda matvæla voru stofnuð árið 2019 og þar innanborðs eru bændur úr félagsskapnum Beint frá býli sem stofnaður var árið 2008. Af þeim 208 framleiðslufyrirtækjum sem eru í samtökunum eru 75 prósent á landsbyggðinni en 25 prósent á höfuðborgarsvæðinu.

Á markaðinum mátti meðal annars finna geita-, lamba- og ærkjöt í ýmsum myndum, pylsur, paté, kæfur, ostar, sinnep, síróp og hlaup, krydd, hvítlaukssalt, sveppasalt, harðfisksnakk, sultur og marmelaði, te, drykkir úr íslenskum jurtum og skógarafurðum, sælkerapoppkorn, frostþurrkað sælgæti, bakkelsi, konfekt og ís. Bændur og smáframleiðendur eru með ýmislegt annað handverk á sínum prjónum en matvæli og á markaðnum mátti einnig finna sápur, krem, gærur, sauða- og geitaband, uppskriftir og prjónapakka.

9 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...