Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Geitakjöt eftirsótt
Fréttir 27. maí 2015

Geitakjöt eftirsótt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vinsældir geitakjöts hafa aukist mikið á Bretlandseyjum undanfarið og nú er svo komið að ræktendur geita hafa ekki undan að framleiða kjöt. Kjöt af kið er fitusnautt en ríkt af próteini og járn.

Eftirspurnin eftir kjötinu er svo mikil að tímaritið Observer Food Monthly hefur útnefnt það áhugaverðasta kjöt ársins 2015 og vinsælir matsölustaðir keppast við að bjóða það í matseðlum sínum. Framboð á geitakjöti í Bretlandi hefur verið takmarkað alveg eins og hér á landi enda geitastofnar beggja landa litlir.

Geitakjötið sem í boði er á Bretlandi er mest af ungum höfum þar sem huðnur fara í áframeldi til framleiðslu á geitamjólk og ostum. Árlega er slátrað um 30.000 geitum þar í landi. Auknar vinsældir kjötsins hafa komið geitabændum skemmtilega á óvart því fram til þessa hafa Bretar verið tregir til að borða geitakjör þar sem hefð fyrir átinu er lítil. 

Skylt efni: geitur | Búfjárafurðir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...