Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þorsteinn Jóhannsson, trésmiður á Flateyri, og Siggi Björns tónlistarmaður í Æfingu.
Þorsteinn Jóhannsson, trésmiður á Flateyri, og Siggi Björns tónlistarmaður í Æfingu.
Líf og starf 28. maí 2024

Gata nefnd eftir hljómsveit

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi heiðraði hjómsveitina Æfingu þann 4. maí þegar götusund á Flateyri var nefnt eftir sveitinni og fékk nafnið Æfingarsund.

Það var Þorsteinn Jóhannsson, trésmiður á Flateyri, sem festi skiltið upp en hann mun vera einn helsti sérfræðingur sögu þessa svæðis, að sögn Björns Inga Bjarnasonar, forseta Hrútavinafélagsins Örvars.

Að sögn Björns Inga varð félagið til á hrútasýningu á Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna haustið 1999. Hljómsveitin Æfing frá Flateyri hafi þá mætt á hrútasýningu og slegið í gegn að venju.

„Félagið er því 25 ára og er því fagnað á ýmsan hátt þetta árið. Hrútavinafélagið er hópur fólks á Suðurlandi, blanda aðfluttra Vestfirðinga og heimamanna á Suðurlandi og starfar að þjóðlegu mannlífi og menningararfleifð til sjávar og sveita.

Guðfaðir Hrútavinafélagsins er Bjarkar Snorrason, fyrrverandi bóndi að Tóftum, og heiðursforseti er Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum og fyrrverandi landbúnaðarráðherra til margra ára.“ Björn Ingi segir að forsöguna megi rekja til þess þegar götusundið hafi verið gengið að kvöldi 27. desember 1968 þegar Æfing kom fram í fyrsta sinn í lok fundar hjá Verkalýðsfélaginu Skildi. Hann segir að þetta áður nafnlausa götusund eigi sér merkan sess í mannlífs- og menningarsögu Flateyrar til áratuga.

Með þessu sé hljómsveitin komin í hóp með hljómsveitinni Geislum á Akureyri, en þar sé Geislagata nefnd henni til heiðurs. Sérstaklega sé þetta merkilegt fyrir Ingólf R. Björnsson, sem hafi á sínum tíma verið í Geislum og svo í Æfingu.

Skylt efni: Flateyri

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...