Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Garðyrkjubændur vilja að starfsmenntanám verði aðskilið frá LbhÍ
Fréttir 24. október 2019

Garðyrkjubændur vilja að starfsmenntanám verði aðskilið frá LbhÍ

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samband garðyrkjubænda hélt fund í gær um stöðuna sem uppi er varðandi garðyrkjunám í landinu. Í ályktun fundarins segir að brýn nauðsyn sé á að starfsmenntanám í garðyrkju á Íslandi verði fært undan Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), og verði framvegis rekið sem sjálfstæð rekstrareining.

Félagsfundur Sambands garðyrkjubænda sem haldinn var í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík, miðvikudaginn 23. október 2019 kl. 17:00, samþykkir eftirfarandi ályktun:

„Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum í Ölfusi, sem starfað hafði sjálfstætt frá stofnun hans 1939, var sameinaður Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) fyrir 15 árum. Hefur garðyrkjunám  verið starfrækt innan starfs- og endurmenntunardeildar skólans.  Þær breytingar hafa ekki skilað þeim árangri sem vænst var.  Garðyrkjunámið hefur frá sameiningu liðið fyrir þær tilraunir LbhÍ að leggja skólahald að Reykjum niður og dreifa því á ýmsar deildir innan skólans.

Garðyrkjunámið að Reykjum er starfsmenntanám í nánum tengslum við atvinnugreinina. Það er algjört lykilatriði í sókn og áframhaldandi uppbyggingu garðyrkjunnar á Íslandi að vel sé staðið að þessu námi, og því sinnt af metnaði og þekkingu á þörfum atvinnulífsins.

Þær breytingar sem nú eru boðaðar án nokkurs samráðs við atvinnugreinina, rýra mjög hlut starfsmenntanáms í garðyrkju sem sjálfstæðs fagnáms.

Samband garðyrkjubænda telur núverandi aðstæður óviðunandi og að brýn nauðsyn sé á að starfsmenntanám í garðyrkju á Íslandi verði fært undan LbhÍ, og verði framvegis sjálfstæð rekstrareining.  Það er eindreginn vilji þeirra sem starfa innan vébanda Sambands garðyrkjubænda að þegar í stað verði gengið til þeirra verka.“

Fundurinn felur stjórn og framkvæmdastjóra félagsins að fylgja málinu eftir.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...