Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Garðræktendur gleðjast yfir grænmetisuppskerunni
Á faglegum nótum 21. ágúst 2020

Garðræktendur gleðjast yfir grænmetisuppskerunni

Höfundur: Ingólfur Guðnason námsbrautarstjóri garðyrkjuframleiðslu LbhÍ Reykjum, Ölfusi
Uppskerutími íslensks grænmetis er hafinn af fullum krafti, ekki aðeins hjá garðyrkju­bændum heldur líka í heimilisgörðum landsmanna. Það hefur verið áberandi aukning í matjurtaræktun almennings á undanförnum árum og þetta sumar er engin undantekning. 
 
Ræktun grænmetis er holl og nytsamleg iðja sem gefur margar gleðistundir við ræktun, uppskeru og úrvinnslu. Hægt er að rækta grænmeti með einföldum hætti á beði í garðshorni en aðrir leggja alúð við að koma fyrir upphækkuðum ræktunareiningum, körmum og annars konar útbúnaði sem eykur skjól, hita og auðveldar umhirðu. 
 
 
Ótal tegundir í ræktun
 
Garðáhugafólk hefur úr ótal tegundum og yrkjum að velja. Fræúrval er mjög fjölbreytt í garðyrkjuverslunum og garðplöntustöðvar selja fjölbreytt úrval plantna til gróðursetningar á hverju vori. Grænkál, hvítkál, blómkál, hnúðkál, spergilkál og kínakál eru meðal algengustu tegunda, en margt annað er auðræktað í heimilisgarðinum sem sést sjaldan í matvörubúðum. Blaðlaukur, vorlaukur, matlaukur og jafnvel hvítlaukur getur gefið ágæta uppskeru í vel gerðum matjurtagarði. Radísur og næpur gefa uppskeru snemma sumars en sjást varla ferskar í verslunum nema þá frá öðrum löndum. Á því hyggjast garðyrkjubændur vinna bragarbót. Ýmsar salattegundir eru einnig auðræktaðar og fljótvaxnar. Þá má nefna hinar fallegu og hollu rauðrófur, sem vaxa prýðilega hjá okkur.  Ferskar heimaræktaðar gulrætur beint úr garðinum eru líka sælgæti sem enginn fær staðist.
 
Gaman að fást við áskoranir í ræktuninni
 
Þeir allra djörfustu reyna ræktun tegunda sem almennt eru ekki þekktar sem útimatjurtir. Kulda­þolin tómatayrki, smágúrkur, kúrbítur, maís og sjaldséðir rótarávextir eru tegundir sem hægt er að spreyta sig á og geta gefið óvænta ánægju síðla sumars í vel hirtum, skjólgóðum görðum. Einnig er það skemmtileg áskorun að keppast við að ná uppskeru sem fyrst á sumrin og lengja á þann hátt uppskerutímann. Einföld skýli og garðgróðurhús gefa síðan alveg nýja vídd í framleiðslunni, þegar við bætast hitakærari tegundir.
 
Fersk vara er alltaf best 
 
Það vita þau ein sem reynt hafa, hversu mikill gæðamunur er á glænýrri uppskeru og þeirri sem hefur verið geymd og flutt til okkar um langan veg. Nýuppskorinn laukur, hvítlaukur eða blaðlaukur felur í sér bragð og  ferskleika sem kemur alltaf jafn mikið á óvart. Sama gildir um jarðarberin og hindberin sem vel má rækta í heimilisgarðinum. 
 
 
Geymsla og úrvinnsla auka gagnsemi ræktunarinnar
 
Margt er hægt að gera til að auka notagildi uppskerunnar, ekki síst þegar hún er eins ríkuleg og nú virðist ætla að verða víðast hvar. Grænmeti sem á að geyma í kæli er uppskorið í lok vaxtartímans, þrifið vel og komið fyrir við rétt hitastig. Sumar tegundir má þurrka, td. kryddjurtirnar. Súrsun er vinsæl aðferð við geymslu grænmetis og hægt að nálgast upplýsingar um þá ágætu geymslu­aðferð í bókum og á netinu. Sultugerð úr berjum er vel þekkt aðferð til að varðveita þá berjauppskeru sem ekki er notuð fersk og góð beint úr garðinum.
 
Íslenskt grænmeti stendur alltaf fyrir sínu
 
Íslenskir garðyrkjubændur standa í þakkarskuld við alla þá neytendur sem gera sér grein fyrir mikilvægi þess að treysta enn stoðir íslenskrar framleiðslu. Þeir kappkosta að rækta holla matvöru í mestu gæðum. Unnið er að því að auka enn tegundaúrval íslensks grænmetis, lengja uppskerutíma þess og draga þannig úr innflutningi. Reynum að vera eins sjálfbær í okkar matvælaframleiðslu og mögulegt er!
 
Ingólfur Guðnason
námsbrautarstjóri
garðyrkjuframleiðslu
LbhÍ Reykjum, Ölfusi
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...