Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hér má sjá eina af dráttarvélunum á dagatalinu, Zetor 25A, árgerð 1960.
Hér má sjá eina af dráttarvélunum á dagatalinu, Zetor 25A, árgerð 1960.
Mynd / Gunnar Jónsson
Fréttir 23. desember 2024

Gamlir Zetorar á nýju dagatali

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fallegar myndir af Zetor-dráttarvélum á Íslandi frá síðustu öld prýða nýtt dagatal Búsögu, búnaðarsögusafns Eyjafjarðar á bænum Saurbæ.

Sigurður Steingrímsson, formaður fimm manna stjórnar Búsögu, með nýja dagatalið fyrir árið 2025, sem hefur gengið mjög vel að selja. Myndir/Aðsendar

Heiðurinn af dagatalinu á formaður stjórnar Búsögu, Sigurður Steingrímsson, sem naut aðstoðar góðs fólks við gerð dagatalsins. „Þetta er dagatal til að hengja upp á vegg. Auk mynda og fræðslu um Zetor-dráttarvélar, sem tengjast myndunum í hverjum mánuði, og almennrar fræðslu um þema dagatalsins, koma fram í dagatalinu helstu hátíðisdagar. Einnig eru upphafsdagar gömlu mánaðanna birtir, en þeir sjást nú æ sjaldnar,“ segir Sigurður.

Búsaga er áhugamannafélag, sem var stofnað árið 2011 en byggði á eldri félagsskap um varðveislu dráttarvéla. Markmið félagsins eru meðal annars að hvetja bændur og aðra til að farga ekki munum í þeirra eigu sem kunna að hafa varðveislugildi með tilliti til búnaðarsögunnar.

Auk þess að leitast við að varðveita safngripi sem félaginu eru afhentir og safnið telur hafa varðveislugildi og ekki síður að standa fyrir sýningum eða kynningum á safngripum.

„Búsaga er með aðstöðu í útihúsum að Saurbæ í Eyjafjarðarsveit samkvæmt samingi við sveitarfélagið. Húsnæðið var mjög illa farið þegar Búsaga flutti starfsemi sína þangað, hélt hvorki vatni né vindi. Margir félagar í Búsögu hafa unnið gríðar- mikið sjálfboðastarf við endurbætur á húsnæðinu og notið stuðnings og velvildar sveitarfélagsins, verktaka og fyrirtækja í Eyjafirði, sem allir eru mjög þakklátir fyrir,“ segir Sigurður.

Nýja dagatalið, sem kostar 3.000 krónur, er hægt að panta í gegnum netfangið busaga@simnet. is og í síma 894-9330 eða með skilaboðum á Facebook (Búsaga – búnaðarsögusafn Eyjafjarðar).

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...