Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hér má sjá eina af dráttarvélunum á dagatalinu, Zetor 25A, árgerð 1960.
Hér má sjá eina af dráttarvélunum á dagatalinu, Zetor 25A, árgerð 1960.
Mynd / Gunnar Jónsson
Fréttir 23. desember 2024

Gamlir Zetorar á nýju dagatali

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fallegar myndir af Zetor-dráttarvélum á Íslandi frá síðustu öld prýða nýtt dagatal Búsögu, búnaðarsögusafns Eyjafjarðar á bænum Saurbæ.

Sigurður Steingrímsson, formaður fimm manna stjórnar Búsögu, með nýja dagatalið fyrir árið 2025, sem hefur gengið mjög vel að selja. Myndir/Aðsendar

Heiðurinn af dagatalinu á formaður stjórnar Búsögu, Sigurður Steingrímsson, sem naut aðstoðar góðs fólks við gerð dagatalsins. „Þetta er dagatal til að hengja upp á vegg. Auk mynda og fræðslu um Zetor-dráttarvélar, sem tengjast myndunum í hverjum mánuði, og almennrar fræðslu um þema dagatalsins, koma fram í dagatalinu helstu hátíðisdagar. Einnig eru upphafsdagar gömlu mánaðanna birtir, en þeir sjást nú æ sjaldnar,“ segir Sigurður.

Búsaga er áhugamannafélag, sem var stofnað árið 2011 en byggði á eldri félagsskap um varðveislu dráttarvéla. Markmið félagsins eru meðal annars að hvetja bændur og aðra til að farga ekki munum í þeirra eigu sem kunna að hafa varðveislugildi með tilliti til búnaðarsögunnar.

Auk þess að leitast við að varðveita safngripi sem félaginu eru afhentir og safnið telur hafa varðveislugildi og ekki síður að standa fyrir sýningum eða kynningum á safngripum.

„Búsaga er með aðstöðu í útihúsum að Saurbæ í Eyjafjarðarsveit samkvæmt samingi við sveitarfélagið. Húsnæðið var mjög illa farið þegar Búsaga flutti starfsemi sína þangað, hélt hvorki vatni né vindi. Margir félagar í Búsögu hafa unnið gríðar- mikið sjálfboðastarf við endurbætur á húsnæðinu og notið stuðnings og velvildar sveitarfélagsins, verktaka og fyrirtækja í Eyjafirði, sem allir eru mjög þakklátir fyrir,“ segir Sigurður.

Nýja dagatalið, sem kostar 3.000 krónur, er hægt að panta í gegnum netfangið busaga@simnet. is og í síma 894-9330 eða með skilaboðum á Facebook (Búsaga – búnaðarsögusafn Eyjafjarðar).

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...