Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gamlar og nýjar ljósmyndir ásamt þjóðlegum fróðleik
Líf og starf 24. nóvember 2022

Gamlar og nýjar ljósmyndir ásamt þjóðlegum fróðleik

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð, hefur gefið út sitt fimmta Hvammshlíðardagatal. Sem fyrr inniheldur dagatalið fróðleik sem snýst í kringum búskapinn í Hvammshlíð og sveitalífið fyrr og nú.

Karólína er sjálf höfundur og útgefandi dagatalsins, en það var upphaflega gefið út árið 2018 til fjáröflunar vegna dráttarvélarkaupa. „Þetta gekk upp og Zetorinn 7245, árgerð 1990, hefur verið ómissandi á heiðarbýlinu síðan – búinn snjókeðjum á öllum hjólum,“ segir Karólína.

Almanakið hentar, að hennar sögn, bæði börnum og fullorðnum – bæði í sveit og í þéttbýli. Fræðsluefnið í nýjustu útgáfunni tengist meðal annars riðurannsókninni miklu, en hún hefur verið í fararbroddi ásamt fræðimönnum í leit að lausnum við að rækta upp riðuþolinn sauðfjárstofn á Íslandi.

Smalahundar og litaheiti

Í dagatalinu er einnig að finna gamlar myndir af hundum og sérstaklega smalahundum, einnig eru þar litaheiti á hrossum, kúm og kindum, skýrslur um mjólkurær og -kýr frá 19. öld; gömul fjárhús og gamlar kindamyndir frá Laugabóli við Ísafjarðardjúp.

Eins og í fyrri útgáfum eru myndir í dagatalinu af kindunum, hrossunum og hundunum í Hvammshlíð – og stórbrotinni náttúru þar í kring – í aðalhlutverki. Gömlu mánuðirnir, merkisdagar, vetrar- og sumarvikur koma fram á mánaðarsíðunum sjálfum, ásamt upplýsingum um tunglið. „Viðaukinn“, sem er í svart- hvítu, hefur verið uppfærður og inniheldur enn fleiri upplýsingar um gamla norræna tímatalið, íslenska merkisdaga og gamlar íslenskar mælieiningar.

Dagatalið er í stóru broti á 28 blaðsíðum. Það er til sölu á ýmsum stöðum á Norðurlandi vestra, í Borgarnesi og á Selfossi, en einnig er hægt að panta beint hjá Karólínu.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...