Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tíðindin í maí þóttu mjög slæm, enda var þá búist við að um helmingur afkvæma Galla bæru áhættuarfgerð fyrir riðusmiti.
Tíðindin í maí þóttu mjög slæm, enda var þá búist við að um helmingur afkvæma Galla bæru áhættuarfgerð fyrir riðusmiti.
Fréttir 11. júlí 2022

Galli reyndist ekki gallagripur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Greint var frá því hér í blaðinu í lok maí síðastliðnum að hrúturinn Galli (20­875) frá Hesti væri meintur gallagripur, þar sem talið var að hann væri með áhættuarfgerð fyrir riðusmiti.

Nú hefur hins vegar komið á daginn, að vegna þess að ruglingur varð á sýnum er raunin sú að Galli er ekki með þessa áhættuarfgerð, heldur hlut- lausa arfgerð.

Þetta kemur fram í aðsendri grein Eyþórs Einarssonar, sauðfjárræktarráðunautar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, á blaðsíðu 46.

Galli kom nýr inn á sæðingastöð í desember og var einmitt upphaflega tekinn inn á sæðingastöð á þeim forsendum að hann hefði hlutlausa arfgerð.

Því var um falsfrétt að ræða í maí, en Eyþór segir að þetta hafi komið fram þegar nokkrir sæðingahrútar voru endurgreindir til að fá ýtarlegri niðurstöður um arfgerðir þeirra.

Tíðindin í maí þóttu mjög slæm, enda var þá búist við að um helmingur þeirra afkvæma sem myndu fæðast undan Galla bæru áhættuarfgerðina.

Eyþór harmar að rangar upplýsingar hafi verið settar fram en um mannleg mistök hafi átt sér stað á tilraunastofu og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar.

Ánægjulegt sé að Galli geti haldið áfram veru sinni á sæðingastöð þar sem ýmsar ábendingar hafi heyrst af fallegum lömbum undan honum í vor.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...