Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC
Mynd / Andras Kontokanis
Líf og starf 20. janúar 2025

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Það ríkti engin lognmolla í skákheiminum á milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák fór fram í New York og segja má að taflmennskan sjálf hafi orðið undir í fyrirsögnunum meðan á mótinu stóð.

Magnus Carlsen var rekinn úr atskákmótinu vegna undarlegra gallabuxnareglna hjá FIDE. Málið vakti mikla athygli og margir töldu FIDE ganga of langt í smámunasemi. Svo fór að sættir náðust og Magnus tók
þátt í hraðskákkeppninni og tefldi til úrslita við Ian Nepomniachtchi (Nepo).

Þegar illa gekk að ná í hrein úrslit stakk Magnus upp á því að þeir myndu einfaldlega skipta titlinum sín á milli, sem FIDE samþykkti. Væntanlega hefur FIDE ekki viljað rugga bátnum neitt frekar þegar kemur að Carlsen, eftir að friðarsamningar á milli Magnusar og FIDE náðust í kjölfar gallabuxnafársins.

Það er fordæmalaust að tveir skákmenn skipti á milli sín titli í skák, en það hefur þó gerst einu sinni á Ólympíuleikum að tveir sigurvegarar séu krýndir.

Annað sem vakti mikla athygli á mótinu í New York voru endalok skákar Vassily Ivanchuk og Daniel Naroditsky þar sem sá fyrrnefndi féll á tíma með hálfunna stöðu. Ivanchuk brast í grát við skákborðið sem var mjög átakanlegt að horfa á. Skákin getur verið harður skóli.

Magnus Carlsen giftist síðan sinni heittelskuðu Ella Victoria Malone 4. janúar sl. í Holmenkollen-kirkjunni í Noregi. Ekki er umsjónarmanni kunnugt um hvort Victoria kunni mannganginn, en Magnús var a.m.k. ekki í gallabuxum.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband, Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Hvítur mátar í tveimur leikjum. Skákþrautin í dag er í léttari kantinum. Db8+ Rxb8 (sem er þvingaður leikur). Hd8 mát!

Skylt efni: Skák

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...