Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Írskir kúabændur eru með böggum hildar vegna stórfelldra niðurskurðaráforma á hjörðum þeirra. Ekki verður þó aðhafst að sinni.
Írskir kúabændur eru með böggum hildar vegna stórfelldra niðurskurðaráforma á hjörðum þeirra. Ekki verður þó aðhafst að sinni.
Mynd / The Journal
Utan úr heimi 15. nóvember 2024

Gálgafrestur írskra mjólkurkúa

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Írskir bændur þurfa ekki að fækka mjólkurkúm sínum að svo stöddu. Fyrirhugaðar aðgerðir um stórfellda fækkun féllu um sig sjálfar.

Í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til 2030 gerðu írsk stjórnvöld ráð fyrir að hluti aðgerðanna gæti mögulega orðið að fækka mjólkurkúm í landinu um allt að 65.000 á hverju ári í þrjú ár, með bótagreiðslum til bænda upp á um 600 milljónir evra alls.

Farming Independent birti vorið 2023 upplýsingar úr minnisblaði frá írska landbúnaðarráðuneytinu þar sem þessi áform voru reifuð og hafa geisað hatrammar deilur um málið síðan. Um þetta er fjallaði í The Journal/FactCheck.

Ekkert fjármagn

Setja átti upp sérstakt kerfi fyrir mjólkurbú sem gerði þeim kleift að minnka hjarðir sínar en hugmyndin hlaut mikinn andbyr, ekki síst frá bændaforystunni. Stjórnvöld höfðu í hyggju að koma kerfinu á koppinn fyrir síðustu áramót en þegar til kom reyndist ekkert fjármagn til verkefnisins að finna í ríkisfjármálaáætlun yfirstandandi árs. Fækkunarhugmyndin er því í uppnámi og ekki ljóst hvernig henni reiðir af.

Hollendingar hafa verið að velta svipuðum hlutum fyrir sér og hefur því verið varpað fram að fækka þurfi nautgripum, svínum og hænum um þriðjung þar í landi.

Írsku kýrnar yfir sjö milljónir

Um 135 þúsund býli eru talin vera á Írlandi um þessar mundir. Um 280 þúsund manns unnu á sveitabæjum árið 2020, þar sem 88% þeirra störfuðu annaðhvort sem eigandi eða fjölskyldumeðlimur.

Í fyrra voru 7.341.500 kýr á Írlandi, sem er 0,7% samdráttur frá fyrra ári, en fjölgun um rúmlega 1,4 milljónir gripa síðan 2011.

Yfir 80% af írskum landbúnaðarafurðum er flutt út, í formi mjólkurdufts, osta, nautakjöts, lifandi nautgripa og annarra vara.

Hægt á samdrætti losunar

Landbúnaðargeirinn er sagður stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda á Írlandi, með um 38,4% af allri losun árið 2022. Þetta er nokkuð á skjön við afganginn af ESB-ríkjunum, þar sem landbúnaður er talinn valda um 11% af losun að meðaltali en meirihluti losunar frá öðrum ESB-löndum er vegna brennslu jarðefnaeldsneytis, að sögn The Journal. Yfir 62% af losun Írlands í landbúnaði koma frá lofttegundum sem losna út í andrúmsloftið þegar kýr og önnur jórturdýr (eins og sauðfé) ropa.

Eftir langvarandi samningaviðræður á síðasta ári, milli landbúnaðarráðherra Írlands og landbúnaðargeirans, var samþykkt að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda fyrir greinina um 25% fyrir árið 2030. Þó að losun landbúnaðar hafi dregist saman um 1,2% árið 2022, aðallega vegna samdráttar í notkun köfnunarefnisáburðar, var það eftir sífellda aukningu undanfarin ár. Losun jókst um 14,1% á 10 árum til 2022.

Bændur áhyggjufullir

Írskir bændur og hagsmunasamtök þeirra hafa miklar áhyggjur af þeim mörgu mismunandi ráðstöfunum frá ESB sem koma samhliða til framkvæmda. Þar á meðal eru markmið um að draga úr losun og verulegar breytingar á sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB (CAP). Bent er á að fremur en að fækka kúm sé nær að leggja meiri áherslu á mótvægisaðgerðir, svo sem að bæta skilvirkni búskaparhátta og fjárfesta meira í rannsóknum á kolefnisbindingartækni.

Skylt efni: Írland

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...