Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Þá vil ég minna á Bændageð, en á sérstöku svæði á vefsíðu Bændasamtakanna er að finna sögur bænda sem gengið hafa í gegnum erfiðleika af ýmsu tagi, en vonin er sú að bændur tengi við sögur annarra og finni kraft til að leita sér aðstoðar.
Þá vil ég minna á Bændageð, en á sérstöku svæði á vefsíðu Bændasamtakanna er að finna sögur bænda sem gengið hafa í gegnum erfiðleika af ýmsu tagi, en vonin er sú að bændur tengi við sögur annarra og finni kraft til að leita sér aðstoðar.
Mynd / Sigurður Már Harðarson
Skoðun 29. september 2025

Gætum að geðheilsunni

Höfundur: Trausti Hjálmarsson

Starf bóndans er frábrugðið flestum öðrum störfum að mjög mörgu leyti. Ég á sjálfur erfitt með að ímynda mér starf sem er jafn gefandi og starf mitt á býli okkar hjóna. Vinnan okkar snýst um lífið sjálft, hvort sem afurðir okkar eru úr dýra eða jurtaríkinu, og við fáum að njóta þess að sjá afrakstur vinnu okkar á landinu sem við yrkjum og samfélaginu sem við erum hluti af.

En starf bóndans er líka erfitt. Þrátt fyrir gríðarlegar tækniframfarir, öflugri dráttarvélar, mjaltaþjóna og velvædd gróðurhús er vinnudagur bóndans langur og hann tekur á andlega og líkamlega. Afkoma býlisins og heimilisins er háð utanaðkomandi þáttum sem við ráðum litlu eða jafnvel engu um.

Ofan á þetta bætist svo sú staðreynd að okkur bændum fer enn fækkandi og í sumum sveitum er kannski búrekstur á örfáum bæjum og langt á milli þeirra. En jafnvel í fjölmennari sveitum getur fjarlægð milli bæja orðið til þess að fólk einangrist á sínu heimili.

Allt er þetta langur innangur að umfjöllunarefni pistilsins, sem er geðheilsa bænda. Í september á hverju ári fer í gang sérstakt átak í því að auka meðvitund fólks um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir undir merkinu "Gulur september".

Bændur þurfa að glíma við mikið líkamlegt og andlegt álag, jafnvel þegar vel gengur. Þegar einmanaleikinn leggst þar ofan á er auðvelt að sjá hvernig fólk getur bognað. Sem betur fer á fólk auðveldara en áður með að tala um andlega líðan sína, en engu að síður getur verið erfitt að opna sig um sálarlífið. Mörgum þykir auðveldara að byrgja allt inni, þrýsta kassanum út og reyna að fara lífið á hörkunni.

Í sumum tilfellum tekst það, en í öðrum tekst það ekki. Afleiðingarnar geta verið skelfilegar, en jafnvel í þeim tilfellum þar sem ekki fer allt á versta veg þá tel ég hægt að fullyrða að alltaf hefði verið betra fyrir viðkomandi að leita sér hjálpar.

Hjálpin getur verið í formi aðstoðar frá sálfræðingi, lækni eða öðrum sérfræðingum. Hjá heilsugæslunni, Rauða krossinum, Geðhjálp, Píeta samtökunum og Þjóðkirkjunni starfar fólk sem tekur vel á móti öllum sem til þeirra leita. Fleiri stoðir mætti nefna, en ég læt mér nægja að vísa fólki á vefsíðuna gulurseptember.is, þar sem finna má frekari upplýsingar.

Þá vil ég minna á Bændageð, en á sérstöku svæði á vefsíðu Bændasamtakanna er að finna sögur bænda sem gengið hafa í gegnum erfiðleika af ýmsu tagi, en vonin er sú að bændur tengi við sögur annarra og finni kraft til að leita sér aðstoðar. Þar má einnig finna bjargráð frá Regínu Ólafsdóttur, sálfræðing, sem við hvetjum fólk til að nýta sér.

En ég vil líka hvetja lesendur til að taka ábyrgð á nágrönnum sínum og vinum. Hver heimsókn, hvert heimboð og hvert símtal er þráður sem tengir okkur saman og með því að sinna hvert öðru erum við líklegri til að að grípa þau okkar sem hjálp þurfa áður en það er of seint.

Skylt efni: geðheilsa | bændageð

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f