Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ráðgjafarmiðstöð land­búnaðarins hefur hug á að setja í gang verkefni næsta haust sem lýtur að því að efla fóðrunarleiðbeiningar í sauðfjárrækt með áherslu á frjósemi.
Ráðgjafarmiðstöð land­búnaðarins hefur hug á að setja í gang verkefni næsta haust sem lýtur að því að efla fóðrunarleiðbeiningar í sauðfjárrækt með áherslu á frjósemi.
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 9. maí 2018

Gæti betri frjósemi ánna bætt afkomuna á þínu búi?

Höfundur: Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt hjá RML og Árni Brynjar Bragason ráðunautur í sauðfjárrækt hjá RML
Ráðgjafarmiðstöð land­búnaðarins hefur hug á að setja í gang verkefni næsta haust sem lýtur að því að efla fóðrunarleiðbeiningar í sauðfjárrækt með áherslu á frjósemi.  Megináherslan í þessu verkefni verður lögð á fóðrunartímabilið frá hausti og fram yfir fengitíð.  
 
Verkefnið felur í sér ráðgjöf til þátttakenda og gagnaöflun sem nýtt verður við þróun fóðurleiðbeininga. Túlkun og hagnýting á niðurstöðum verkefnisins  verður unnin í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands.
 
Ávinningur búsins
 
Unnin er fóðuráætlun fyrir búið út frá niðurstöðum heyefnagreininga.  Fylgst verður með framvindu fóðrunar frá hausti og fram yfir fengitíð m.a. út frá þungabreytingum ánna og breytingum á holdafari þeirra.  Þegar frjósemi ánna liggur fyrir eftir fósturtalningar næsta vetur verður unnin niðurstöðuskýrsla fyrir búið út frá þeim gögnum sem safnað hefur verið og jafnframt gerð tillaga að úrbótum.  Þátttaka í verkefninu ætti að vera áhugaverður kostur fyrir alla þá sem hafa áhuga á fóðrun sauðfjár og vilja ná betri árangri í sínum búrekstri. 
 
Skilyrði fyrir þátttöku og kostnaður
 
Kostnaður búsins liggur í grein­ingum á heysýnum en RML leggur fram vinnu við heysýnatöku, gerð fóðuráætlunar, holdastigun og skýrslugerð.
 
Öll bú sem hafa 150 ær eða fleiri geta sótt um þátttöku í verkefninu.  Hámarksfjöldi verður 21 bú.
Ef velja þarf úr þeim hópi sem sækir um verður m.a. horft til þess að ná inn búum með breytilega frjósemi, horft verður til staðsetningar búanna og að lágmarks aðstaða sé fyrir hendi til að vigta og holdastiga. 
 
Að taka þátt
 
Hægt er að fá nánari upplýsingar um verkefnið hjá:
Eyþóri Einarssyni (ee@rml.is / 862-6627/516-5014) og
Árni B. Bragasyni (ab@rml.is / 895-1372/516-500 sem jafnframt taka á móti skráningum.  
Tilkynna þarf þátttöku fyrir 10. júní nk.
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f