Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gælunöfn hákarls
Á faglegum nótum 5. júní 2018

Gælunöfn hákarls

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hákarl hefur verið nefndur ýmsum nöfnum á íslensku, bæði gælunöfnum og svonefndum feluorðum. Meðal þeirra eru axskeri, blágot, blápískur, brettingur, deli, got, grágot, gráni, hafkerling, háskerðingur, hvolpur, raddali, rauðgot, skauli, skerill, skufsi. Hákarl hefur einnig gengið undir nöfnum eins og bauni, háki, háksi, láki og sá grái.

Nafngiftir hákarls fóru oft eftir stærð hans og útliti. Deli var haft um stutta digra hákarla, dusi um stóran hákarl, gotungur um feitan hákarl, lopi um miðlungsstóran, níðingur um hákarl sem var styttri en fimm álnir, hundur, raddali, skauli og snókur um lítinn hákarl og ælingi var haft um hákarl sem var á mörkum þess að vera talinn nýtur.

Svarta röndin á ýsunni
Einu sinni ætlaði djöfullinn að veiða fisk úr sjó. Hann þreifaði í sjónum og fann ýsu. Hann tók undir eyruggana og síðan þá hafa ýsur haft svarta bletti eftir fingraför djöfulsins. Ýsan tók þá mikið viðbragð og rann úr klóm kölska og því eru svartar rákir eftir ýsum þar sem klær kölska strukust eftir báðum hliðum.

Mývetningar í hákarlsmaga
Í þjóðsögum Ólafs Davíðssonar segir að eitt sinn hafi maður sem hét Tómas sett í svo gríðarlegan hákarl að engin tök voru á að drepa hann. Dró hann því hákarlinn lifandi að landi og smalaði þar saman mörgum mönnum til að vinna á skepnunni. Þegar farið að skera hann í sundur heyrði Tómas hljóð í hákarlsmaganum. Risti hann á magann og kom þá í ljós heil skemma. Þaðan heyrðist greinilegt mannamál og út komu tveir Mývetningar.

Um veturinn hafði hákarlinn synt alla leið upp í Mývatn um undirgöng og notað tækifærið til að gleypa skemmu sem stóð þar á bakkanum. Mývetningarnir höfðu verið að eta magála og drekka brennivín í skemmunni og höfðu lifað góðu lífi innan í hákarlinum á því sem þeir áttu eftir af þessu dýrindi þegar hákarlinn gleypti þá.

Burður og fæðingartíðni hvala
Kálfar hvala fæðast með sporðinn á undan. Kálfarnir eru þannig lengur tengdir legkökunni og fá súrefnisríkt blóð frá móður sinni eins lengi og mögulegt er til að koma í veg fyrir súrefnisskort og köfnun eða drukknun. Fæðingartíðni hvala er fremur lág. Meðganga þeirra er 11 til 16 mánuðir og oftast fæðist einn kálfur á tveggja til fimm ára fresti. Fleirburafæðingar eru sjaldgæfar. Kálfadauði á fyrsta ári er fremur algengur, oft yfir 50%.

Silfur hafsins
Þjóðsagan segir að fiskar hafdjúpanna hafi kosið síldina sem konung sinn. Var það fyrir sundfimi hennar og fegurð því að hún er að sjá sem sindrandi silfur eða glitrandi demantur. Í samræmi við það og verðgildi hennar hafa Íslendingar gefið henni nöfn eins og silfur hafsins, demantssíld og gull Íslands.

Álsroð við bakverk
Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir í Íslenskum þjóðháttum að gott hafi þótt að leggja álsroð á bakið við bakverkjum. „... sumir segja roð af bjartál, snúa holdrosunni að og láta sitja í 9 eða 11 nætur.“

Skylt efni: Stekkur | Hákarl

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...