Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Gæðamatur er dýr í framleiðslu
Líf og starf 19. júní 2025

Gæðamatur er dýr í framleiðslu

Höfundur: Sturla Óskarsson

Edward Carr, forseti írsku samvinnuhreyfingarinnar (ICOS) segir að gæðamatvara sé bæði dýr og erfið í framleiðslu og greiða þurfi fyrir hana í samræmi við það. Irish Farmers Journal fjallar um málið.

Carr hélt erindi á aðalfundi ICOS í Portlaoise í byrjun mánaðar þar sem hann fjallaði um mikla óvissu í landbúnaðarmálum. Verð á kjöti og mjólk hefði náð nýjum hæðum vegna minnkandi framboðs á heimsvísu.

„Við lifum á áhugaverðum tímum. Þrátt fyrir að hugtakið fordæmalaust sé ofnotað þá er það lýsandi fyrir þær áskoranir sem standa frammi fyrir samvinnufélögum og matvælaframleiðendum,“ sagði Carr. Hann varaði við að þróun síðustu ára hefði gert landbúnað óspennandi starfsvettvang fyrir yngri kynslóðirnar. Kostnaður, verðbólga, langir vinnudagar og takmörkuð umbun fyrir unnin störf geri starf bænda óaðlaðandi fyrir unga fólkið. „Kannski er samfélagið loks að komast að því að gæðamatur er bæði erfiður og dýr í framleiðslu og að greiða verði fyrir hann í samræmi við það,“ sagði Carr.

Enn fremur varaði hann við því að óstöðugt ástand í heimsmálum, áhrif tollahækkana Bandaríkjastjórnar og uppgangi einræðissinna í Evrópu gæti ógnað stöðugleika. „Evrópusamstarfið og þá sérstaklega innri markaðurinn er lífsnauðsynlegur fyrir efnahagsframtíð Írlands. Við þurfum sterka leiðtoga til þess að tryggja að Evrópa haldi áfram að vinna fyrir borgara sína, þar á meðal bændur, en ekki aðeins að hugmyndafræðilegum framtíðarsýnum.“

Carr segir miklar áskoranir fram undan í fjárframlögum til landbúnaðar nú þegar Evrópusambandið undirbýr nýjan fjárhagsramma sem tekur gildi eftir árið 2027. Hann hefur áhyggjur af því að landbúnaður bíði skarðan hlut á næstu árum sem hefði neikvæð áhrif bæði á fjárhag bænda og sjálfbærnimarkmið. Sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópusambandsins þyrfti að vera hagnýt, vel fjármögnuð og með minna regluverk. Carr kallaði eftir stefnu sem „valdeflir bændur til þess að einblína á matvælaframleiðslu, ekki skriffinnsku. Landbúnaður á Írlandi og víða í Evrópusambandinu á í erfiðleikum með að laða til sín unga bændur.“

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...