Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Selma Dröfn Brynjarsdóttir og Ingvi Stefánsson standa að uppbyggingu hins stóra Sölvastaðabús sem mun hýsa um 400 gyltur og grísi þeirra á komandi árum. Aðbúnaður dýra og manna mun verða til fyrirmyndar.
Selma Dröfn Brynjarsdóttir og Ingvi Stefánsson standa að uppbyggingu hins stóra Sölvastaðabús sem mun hýsa um 400 gyltur og grísi þeirra á komandi árum. Aðbúnaður dýra og manna mun verða til fyrirmyndar.
Mynd / sá
Viðtal 8. nóvember 2023

Fyrstu gylturnar inn næsta vor

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýtt hús undir um 400 gyltur og grísi þeirra er risið frá grunni á Sölvastöðum í Eyjafjarðarsveit. Um 3.000 gyltur eru nú í landinu.
Gyltuhúsið er 2.900 fm að stærð og hús fyrir starfsmannaaðstöðu og fóðurblöndun er 300 fm.

Ingvi Stefánsson, svínabóndi í Teigi í Eyjafjarðarsveit og formaður Félags svínabænda, segir vonir standa til að húsin verði fullkláruð að utan og hægt verði að setja upp innréttingar og fóðurkerfi eftir áramótin. Gangi það eftir gætu fyrstu gripirnir farið inn í húsin í apríl 2024.

„Þetta eru fyrst og fremst byggingar fyrir gyltur þar sem framleiddir verða smágrísir sem fara á önnur bú til áframeldis,“ segir Ingvi. „Þó verður um helmingur af grísunum alinn upp í 30 kg á búinu.“
Í upphafi eru keypt lífdýr inn á búið. Það eru unggyltur. Þær þurfa svo að ná ákveðnum aldri til að hægt sé að hleypa þeim til. Þá er meðganga og mjólkurskeið eftir. Þetta er ferli sem tekur 6-9 mánuði. Þá fer búið fyrst að skila frá sér grísum til áframeldis.

Viðbragð við samdrætti

Aðspurður um hvernig aðbúnaði svínanna verði háttað segir Ingvi stærstu breytinguna felast í því að afleggja alveg hefðbundið básahald þar sem gyltur eru komnar í lausagöngu.

Sölvastaðasvínabúið risið. Stefnt er á að taka húsið í notkun næsta vor.

„Þannig eru gylturnar einnig í lausagöngu á mjólkurskeiði. Jafnframt eru stíur stækkaðar mikið frá því sem áður var,“ segir hann. Í takt við reglur sem fela í sér auknar kröfur um aðbúnað svína þótti skynsamlegt að byggja nýja aðstöðu frá grunni. Áætlaður kostnaður mun vera rúmlega 700 m.kr.Ingvi er í samstarfi við Kjarnafæði/Norðlenska og Bústólpa um uppbyggingu hins nýja svínabús.

„Framleiðsla hér fyrir norðan hefur verið að dragast saman og að óbreyttu hefði hún getað horfið alfarið af svæðinu innan tveggja til þriggja ára, ef ekkert hefði verið gert,“ segir hann og heldur áfram:

„Bæði þessi félög hafa hagsmuna að gæta að viðhalda þessari framleiðslu á svæðinu. Það eru bæði störf og samlegðaráhrif með öðrum kjötvörum í húfi. Því var stofnað félag um þennan rekstur og KN og Bústólpi eru hluthafar í því ásamt svínabúinu á Teigi.“
Um framtíðarsýn hans fyrir hönd Sölvastaðabúsins segir Ingvi að metnaður standi til að hafa allan aðbúnað eins og best verði á kosið, bæði fyrir menn og dýr.

„Sem dæmi má í því samhengi nefna að við höfum gotstíur umtalsvert stærri en regluverkið fer fram á. Við leggjum einnig mikið upp úr því að öll ásýnd og umgengni verði til fyrirmyndar. Höfum líkað skoðað hvernig við getum nýtt svínaskítinn til húshitunar og á sama tíma minnkað kolefnissporið í rekstrinum. Vonandi verður hægt að takast á við þá áskorun i nánustu framtíð.“

Miklar áskoranir en líka bjartsýni

Ingvi er spurður hvaða augum hann líti stöðu svínaræktar á Íslandi í dag og hverjar hann telji vera helstu áskoranir.

„Maður fer ekki af stað í svona verkefni nema að hafa trú á framtíðinni í greininni,“ segir hann og heldur áfram: „Helsta áskorunin er nú sennilega sú að vera í síaukinni samkeppni við kollegana erlendis sem fá talsverðan afslátt af kröfum er snúa að dýravelferð og nota margfalt meira magn af sýklalyfjum en við gerum í okkar búskap. Svo er nú vaxtastigið ekki heldur að hjálpa okkur þessi misserin. Einnig er maður alltaf hræddur við pólitíkina, við erum að stunda það sem ESB skilgreinir sem heimskautalandbúnað. Það ásamt miklum kaupmætti þýðir að landbúnaður á Íslandi verður ekki stundaður án þokkalega skilvirkrar tollverndar.

Á móti kemur að við höfum hreina vatnið og ódýra og endurnýjanlega orku, ásamt gnægð landrýmis. Þetta tel ég að muni hjálpa okkur meira á næstu áratugum en við gerum okkur grein fyrir í dag,“ segir Ingvi að endingu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...