Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Frá Eyjafirði. Áform eru um að þrengja ákvæði um forkaupsrétt sameigenda að jörðum með það að markmiði að stemma stigu við vaxandi fjölda jarða í fjölmennri sameign.
Frá Eyjafirði. Áform eru um að þrengja ákvæði um forkaupsrétt sameigenda að jörðum með það að markmiði að stemma stigu við vaxandi fjölda jarða í fjölmennri sameign.
Mynd / ghp
Fréttir 28. janúar 2025

Fyrstu áform ráðherra

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælaráðuneytið hefur lagt fram til umsagnar sitt fyrsta skjal á nýju ári. Ráðuneytið áformar að breyta jarðalögum.

Þann 14. janúar sl. birtist í samráðsgátt áformaskjal vegna frumvarps til laga um breytingar á jarðalögum nr. 81/2004. Í þeim er lagt til að þrengja ákvæði um forkaupsrétt sameigenda að jörðum.

Áformunum er ætlað að bregðast við tilteknum vandkvæðum og stemma stigu við vaxandi fjölda jarða í fjölmennri sameign. Í fylgiskjölum kemur fram að jörðum í fjölmennri óskiptri sameign hafi fjölgað umtalsvert á undanförnum tveimur áratugum og eigendahópar orðið fjölmennari, t.d. vegna erfða.

Umsagnarfresti lauk 21. janúar en Bændasamtökin ein skiluðu inn umsögn. Þar fagna þau áformunum og styðja markmið þeirra, sem eru m.a. að stuðla að nýtingu jarða í samræmi við landkosti, virkri ákvörðunartöku og skýru fyrirsvari. Skipulag landbúnaðarlands, vernd þess og mikilvægi fyrir fæðuöryggi, matvælaöryggi og þjóðaröryggi séu grundvallaratriði fyrir framtíðarhag þjóðarinnar.

Samtökin leggja til að gengið verði lengra og sameigendum, sem falla undir tiltekin ákvæði og þegar fjöldi eigenda er komin yfir 5–10, gert skylt að stofna félag um eignarhaldið.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...