Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann, eigendur Friðheima, ásamt Ólafi Þorvalds bruggmeistara og Jóni Kb. Sigfússyni, matreiðslumeistara á Friðheimum, þegar nýja bjórnum var fagnað.
Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann, eigendur Friðheima, ásamt Ólafi Þorvalds bruggmeistara og Jóni Kb. Sigfússyni, matreiðslumeistara á Friðheimum, þegar nýja bjórnum var fagnað.
Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarssson
Líf&Starf 3. maí 2018

Fyrsti tómatbjór landsins kemur frá Friðheimum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Viðtökurnar eru mjög góðar, það eru allir ánægðir og lýsa bjórnum sem ferskum og mjög sumarlegum, enda sumar allt árið hjá okkur hér inn í gróðurhúsunum,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkju- og ferðaþjónustubóndi á Friðheimum í Reykholti í Biskupstungum, aðspurður um viðtökur við nýja bjórnum frá Friðheimum. 
 
Um er að ræða bjór úr tómötum frá Friðheimum sem bruggmeistarinn Ólafur Þorvalds, bruggmeistari í handverksbrugghúsinu í Ægisgarði í Reykjavík, bruggar. Bjórinn er 4,5% að styrkleika og verður eingöngu seldur á krana í Friðheimum til að byrja með.  Ferðaþjónusta er orðinn langstærsti hlutinn í starfsemi Friðheima en tekið er á móti hópnum í gróðurhúsin í mat og drykk og þá er boðið upp á hestasýningar sem hafa slegið í gegn.
 
 Í Friðheimum starfa um 50 manns yfir sumartímann. Magnús Hlynur Hreiðarsson var í Friðheimum og tók meðfylgjandi myndir þegar nýi tómatbjórinn var kynntur fyrir íbúum uppsveita Árnessýslu.

6 myndir:

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...