Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Konráð Valur á verðlaunapalli ásamt Brynju Sophie Arnarsson, Þýskalandi sem varð í 2. Sæti og Elise Harryson, Svíþjóð sem varð í þriðja sæti.
Konráð Valur á verðlaunapalli ásamt Brynju Sophie Arnarsson, Þýskalandi sem varð í 2. Sæti og Elise Harryson, Svíþjóð sem varð í þriðja sæti.
Mynd / wcicelandichorses2017
Fréttir 11. ágúst 2017

Fyrsti heimsmeistaratitillinn í höfn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Konráð Valur Sveinsson hampaði heimsmeistaratitli í gæðingaskeiði flokki ungra knapa í gærkvöldi.

Konráð Valur og Sleipnir frá Skör komu fram af miklu öryggi í báðum sínum sprettum og uppskáru 7,50 í lokaeinkunn, nær 90 kommum hærra en Brynja Sophie Arnarson frá Þýskalandi sem varð í öðru sæti.

Gæðingaskeið er krefjandi keppnisgrein sem reynir á snerpu og nákvæmt samspil knapa og hests. Keppendur skulu leggja á skeið frá stökki, skeiða 100 metra leið og hægja niður á 50 metrum.

Þetta er í annað sinn sem Konráð Valur sigrar keppnisgreinina á Heimsmeistaramóti, en hann hampaði einnig verðlaununum árið 2013, þá á hestinum Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II.

Magnús og Valsa í stuði

Magnús Skúlason, sem keppir fyrir Svíþjóð, sigraði flokk fullorðinna á Valsa från Brösarpsgården.

Magnús og Valsa sigruðu gæðingaskeið fullorðinna. Mynd/ Jacco Suijkerbuijk

Hann skaut þar tveimur fyrrum heimsmeisturum ref fyrir rass. Titilverjandinn Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli urðu í þriðja sæti og kempurnar Guðmundur Einarsson og Sproti frá Sjávarborg fengu silfur. Guðmundur og Sproti sigruðu greinina árið 2009.

Magnús og Valsa tryggðu sér einnig sæti í úrslitum fimmgangs fyrr í vikunni og munu því gera atlögu að öðrum titli.

Hápunktur heimsmeistaramóts íslenska hestsins í Oirschot í Hollandi er um helgina en þá fara fram úrslit í öllum hringvallargreinum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...