Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sigga á Grund með heiðursviðurkenningarskjal á milli þeirra Huldu Kristjánsdóttur, sveitarstjóra Flóahrepps, og Árna Eiríkssonar oddvita.
Sigga á Grund með heiðursviðurkenningarskjal á milli þeirra Huldu Kristjánsdóttur, sveitarstjóra Flóahrepps, og Árna Eiríkssonar oddvita.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 24. júní 2024

Fyrsti heiðursborgari Flóahrepps

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, eða Sigga á Grund eins og hún er alltaf kölluð, var gerð að fyrsta heiðursborgara Flóahrepps á dögunum.

Sigga varð áttræð þann 30. maí síðastliðinn og hélt þá fjölmenna veislu á veitingastaðnum Vatnsholti í Flóa þar sem hún tók við heiðursnafnbótinni.

Sigga er útskurðarmeistari á heimsmælikvarða og liggja listaverk hennar víðs vegar innan lands sem utan.

„Það er alveg ljóst að Sigga á Grund hefur með verkum sínum stuðlað að jákvæðri ímynd sveitarfélagsins og er ævistarf hennar í listinni stórkostlegt afrek í þágu lands og þjóðar,“ segir Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps.

Meðal þekktra verka Siggu er útskurður á gangtegundum íslenska hestsins og fundarhamar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, Sigga á Grund, með einn af hestunum sínum en hún hefur skorið út allar íslensku gangtegundirnar. Geri aðrir betur. Mynd / mhh

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...