Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fv. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, Marinó Eggertsson, Eggert Marinósson byggingarverktaki, Charlotta Englund, atvinnu- og samfélagsfulltrúi Öxarfjarðarhéraðs og Elvar Árni Lund, sviðsstjóri hjá Norðurþingi. Marinó, faðir Eggerts, byggði síðasta íbúðarhúsið sem reist var á Kópaskeri á níunda áratug síðustu aldar.
Fv. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, Marinó Eggertsson, Eggert Marinósson byggingarverktaki, Charlotta Englund, atvinnu- og samfélagsfulltrúi Öxarfjarðarhéraðs og Elvar Árni Lund, sviðsstjóri hjá Norðurþingi. Marinó, faðir Eggerts, byggði síðasta íbúðarhúsið sem reist var á Kópaskeri á níunda áratug síðustu aldar.
Mynd / Haukur Snorrason
Fréttir 25. júlí 2023

Fyrsta skóflustungan í áratugi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Laugardaginn 24. júní síðastliðinn var fyrsta skóflustungan tekin að byggingu nýs parhúss á Kópaskeri.

Ekki hefur verið byggt nýtt hús á Kópaskeri í áratugi og því um sögulegan viðburð að ræða. Húsið verður við Drafnargötu 4 og er byggt fyrir Leigufélagið Bríet, óhagnaðardrifið leigufélag.

Markmið félagsins er að vera hluti af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar, sem stuðlar að öryggi á langtímaleigumarkaði með sérstaka áherslu á landsbyggðina og í samstarfi við sveitarfélögin í landinu.

„Það hefur verið unnið að þessu verkefni frá árinu 2020 og því stór stund að loksins sé búið að taka fyrstu skóflustunguna. Það hefur líka verið vöntun á húsnæði á staðnum í nokkur ár og það hefur staðið atvinnulífinu og vexti staðarins fyrir þrifum,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings. 

Ríflega 120 manns búa á Kópaskeri. Reiknað er með að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar á vordögum árið 2024.

Skylt efni: Kópasker

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...