Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fyrirmyndarbú Auðhumlu lögð af
Fréttir 27. febrúar 2020

Fyrirmyndarbú Auðhumlu lögð af

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn Auðhumlu ákvað á fundi sínum í gær að sameina verkefnin Fyrirmyndarbú og Mjólkureftirlitið undir nafninu Gæðaeftirlit Auðhumlu. Stefnt er að því að einfalda nálgun á því hvernig úttektir verða framkvæmdar m.a. með hliðsjón af hlutverki MAST í veitingu starfsleyfa.

Í framhaldi af þessari ákvörðun munu greiðslur fyrir Fyrirmyndarbú falla niður frá 1. maí 2020.

Á heimasíðu Auðhumlu segir að þetta sé gert meðal annars vegna þess að þátttaka í verkefninu Fyrirmyndarbú hefur ekki orðið eins og vonir stóðu til í upphafi og rekstur Auðhumlu er viðkvæmur og stendur ekki undir álagsgreiðslum af þessu tagi.

Þetta þýðir þó ekki að slakað sé á gæðakröfum eða eftirliti af hálfu Auðhumlu. Hjá Auðhumlu eru starfandi þrír gæðaráðgjafar sem hafa eftirlit með gæðamálum mjólkur og koma til með að gera úttektir hjá framleiðendum þó það verði með öðrum hætti en var í Fyrirmyndarbúsverkefninu.

Sigurður Grétarsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri Gæðaeftirlits Auðhumlu, en hann er bændum af góðu kunnur enda með langa starfsreynslu er kemur að mjöltum, mjaltatækni og gæðamálum þeim tengdum.

Þegar að Fyrirmyndarbúsverkefnið fór af stað á sínum tíma var hugmyndin sú, að þetta þyrfti að vera „lifandi plagg“ og ætti að taka mið af aðstæðum á hverjum tíma. Þessar breytingar eru liður í því að þróa verkefnið þannig að það nýtist bændum og afurðastöðvum þeirra sem best í sínu innra gæðaeftirliti.

Samhliða þessum breytingum hefur Jarle Reiesen dýralæknir látið af störfum og er honum þökkuð góð störf í þágu bænda og Auðhumlu.

 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...