Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fyrirmyndarbú Auðhumlu lögð af
Fréttir 27. febrúar 2020

Fyrirmyndarbú Auðhumlu lögð af

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn Auðhumlu ákvað á fundi sínum í gær að sameina verkefnin Fyrirmyndarbú og Mjólkureftirlitið undir nafninu Gæðaeftirlit Auðhumlu. Stefnt er að því að einfalda nálgun á því hvernig úttektir verða framkvæmdar m.a. með hliðsjón af hlutverki MAST í veitingu starfsleyfa.

Í framhaldi af þessari ákvörðun munu greiðslur fyrir Fyrirmyndarbú falla niður frá 1. maí 2020.

Á heimasíðu Auðhumlu segir að þetta sé gert meðal annars vegna þess að þátttaka í verkefninu Fyrirmyndarbú hefur ekki orðið eins og vonir stóðu til í upphafi og rekstur Auðhumlu er viðkvæmur og stendur ekki undir álagsgreiðslum af þessu tagi.

Þetta þýðir þó ekki að slakað sé á gæðakröfum eða eftirliti af hálfu Auðhumlu. Hjá Auðhumlu eru starfandi þrír gæðaráðgjafar sem hafa eftirlit með gæðamálum mjólkur og koma til með að gera úttektir hjá framleiðendum þó það verði með öðrum hætti en var í Fyrirmyndarbúsverkefninu.

Sigurður Grétarsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri Gæðaeftirlits Auðhumlu, en hann er bændum af góðu kunnur enda með langa starfsreynslu er kemur að mjöltum, mjaltatækni og gæðamálum þeim tengdum.

Þegar að Fyrirmyndarbúsverkefnið fór af stað á sínum tíma var hugmyndin sú, að þetta þyrfti að vera „lifandi plagg“ og ætti að taka mið af aðstæðum á hverjum tíma. Þessar breytingar eru liður í því að þróa verkefnið þannig að það nýtist bændum og afurðastöðvum þeirra sem best í sínu innra gæðaeftirliti.

Samhliða þessum breytingum hefur Jarle Reiesen dýralæknir látið af störfum og er honum þökkuð góð störf í þágu bænda og Auðhumlu.

 

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f