Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fyrirlestur Í HÍ um sjálfbæra landnýtingu og gæðastýrða sauðfjárframleiðslu
Fréttir 30. september 2015

Fyrirlestur Í HÍ um sjálfbæra landnýtingu og gæðastýrða sauðfjárframleiðslu

Höfundur: smh
Síðdegis í dag, 30. september, flytur Jónína Þorláksdóttir fyrirlestur Í Háskóla Íslands um verkefni sitt til meistaraprófs í umhverfis- og auðlindafræði. Heiti verkefnisins á íslensku er Sja´lfbær landny´ting og gæðasty´rð sauðfja´rframleiðsla: O´þvinguð þa´tttaka eða kvo¨ð?
 
 
Jónína Þorláksdóttir.
Í ágripi fyrirlestursins kemur fram að stór hluti gróðurs og jarðvegs á Íslandi hafi glatast í gegnum aldirnar og er framleiðni landsins víðs vegar mun minni en það hefur burði til. 
 
„Til að taka á þessum vanda hafa bændur í vaxandi mæli horft til sjálfbærari landnýtingar og uppgræðslu, meðal annars í gegnum þátttöku í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu. Rannsókn þessari er ætlað að varpa ljósi á árangur og skilvirkni gæðastýringarinnar hvað varðar landbætur og þátttökuaðferðir út frá upplifunum, viðhorfum og væntingum bænda. Í þessum tilgangi voru tekin eigindleg viðtöl við bændur á ákveðnu rannsóknasvæði sem síðan voru greind útfrá aðferðum grundaðrar kenningar. Færa má rök fyrir því að landbótaaðgerðir hafi áhrif á umhverfisvitund og hegðun bænda í einhverjum mæli. Vanta virðist þó upp á tengingu milli landnýtingarhluta gæðastýringar og annarra þátta kerfisins. Skýra mætti betur markmið landbóta og sjálfbærrar landnýtingar auk þess sem styrkveitingar ætti að tengja betur við árangur slíkra aðgerða. Samstöðu og samræmi þarf að gæta milli hagsmunaaðila, stofnana og lagaumhverfis hvað varðar forgangsröðun og aðferðir. Toppstjórnun virðist almennt ríkja innan gæðastýringarinnar þar sem bændur eru fremur álitnir hlutlaus verkfæri til að ná fram ákveðnum markmiðum fremur en uppspretta mikilvægra og gagnlegra upplýsinga og hugmynda. Því er nauðsynlegt að styrkja upplýsingaflæði og samskipti innan sem utan kerfisins og hvetja til aukins frumkvæðis og nýsköpunar ef gæðastýringin á að ná takmarki sínu á sviði sjálfbærrar landnýtingar, segir í ágripinu.
 
Umsjónarkennari var Karl Benediktsson og leiðbeinendur auk hans Brita Berglund og Mariana Lucia Tamayo.
Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...