Fyllt á tankinn á Bændafundum
Af vettvangi Bændasamtakana 7. nóvember 2025

Fyllt á tankinn á Bændafundum

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Einn stærsti kosturinn við að fá að gegna embætti formanns Bændasamtakanna er hve mörg tækifæri maður fær til að ferðast um landið og hitta bændur og annað áhugavert fólk. Þegar þessi orð eru rituð er árleg fundaferð okkar stjórnarmanna og starfsfólks samtakanna í kringum landið rétt tæplega hálfnuð.

Fundirnir hafa verið vel heppnaðir og mæting verið með ágætum. Eins og við er að búast hafa umræður verið líflegar og málefnalegar og umræðuefnin ágætis blanda af nýju og gömlu.

Frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra að nýjum búvörulögum hafa fengið rækilega umfjöllun á fundunum og er almenn og megn óánægja meðal bænda með drögin eins og þau standa nú. Bændasamtökin hafa skilað inn ítarlegri umsögn um frumvarpsdrögin þar sem farið er yfir með ítarlegum, en skýrum hætti þá mörgu galla sem á drögunum eru.

Það er ekki ofsögum sagt að verði drögin óbreytt að lögum þýðir það að fórnað verður þeim stöðugleika sem lagt hefur grunninn að uppbyggingu og hagræðingu í mjólkuriðnaði síðustu ár og áratugi, og það að nauðsynjalausu. Það er ekkert sem kallar á svo umfangsmiklar og afdrifaríkar breytingar á starfsskilyrðum bænda, en margt sem mælir gegn þeim. Ég hef því fulla trú á því að þessi hluti frumvarpsins verði dreginn til baka.

Staðan er önnur og óljósari þegar kemur að kjötinu. Við vitum ekki enn hvernig það mál endar, en mín tilfinning er að sú undanþága sem kjötafurðastöðvar fengu frá samkeppnislögum í fyrra verði að minnsta kosti veikt til muna. Það er afar bagalegt og mun tefja enn fyrir þeirri hagræðingu sem greinin þarf nauðsynlega á að halda.

Tollverndin hefur einnig verið rædd á fundunum sem yfirstaðnir eru. Það vita það allir sem þetta lesa að tollar eru ákvarðaðir í krónum, en ekki sem hlutfall af innkaupaverði. Þessar krónutölur hafa staðið óhaggaðar svo árum skiptir, sem þýðir að verðbólgan veldur raunlækkun tollverndarinnar með hverju árinu sem líður.

Það er grundvallaratriði að fá það í gegn að tollverndin verði tekin föstum tökum af stjórnvöldum, því hún er einn hornsteina landbúnaðarkerfisins. Og það er ekki séríslenskt fyrirbæri, því öll vestræn lönd nota tollverndina til að styðja við og styrkja sinn landbúnað.

Nýliðun í greininni og möguleikar bænda til fjárfestingar hafa einnig verið rædd og það ekki í fyrsta skipti. Þetta eru mál sem brenna á bændum, en hafa ekki fengið þá meðferð sem skyldi. Ef stjórnvöldum er alvara í því að viðhalda byggð í landinu og lífi í landbúnaði verða þau að gera ungu fólki það auðveldara að hefja búrekstur.

Allt eru þetta mál sem eiga að vera á borðinu í viðræðum okkar við stjórnvöld um nýja búvörusamninga. Mikilvægt er að vandað sé til verka í þeirri vinnu og hefur matvælaráðherra gert tillögu um að búvörusamningar verði framlengdir um eitt ár til að rúm gefist til að vinna vinnuna betur. Stjórn samtakanna hefur ekki tekið afstöðu til þessarar tillögu, en mun ræða hana ítarlega að fundaferðinni yfirstaðinni.

Erfitt er að ofmeta mikilvægi Bændafundanna, því öll vinna stjórnar og starfsfólks samtakanna byggir á traustum og heiðarlegum samskiptum við félagsmenn og samningsstaða okkar er sterkari eftir fundina en fyrir þá.

Skylt efni: bændafundir

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...