Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fýll
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 27. júlí 2022

Fýll

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Fýll eða múkki, besti vinur sjómannsins, er stór og gráleitur sjófugl. Hann er einn af algengustu fuglum landsins og af mörgum talinn sá næstalgengasti á eftir lundanum. Þeir eru mjög langlífir og vitað er til þess að þeir geti orðið a.m.k. 60 ára gamlir. Fýllinn heldur tryggð við makann sinn og parast ævilangt. Þeir verða seint kynþroska og dvelja fyrstu tíu árin á hafi. Fýllinn verpir einu eggi og tekur útungun tæpa tvo mánuði, eða lengst allra íslenskra fugla. Ungatíminn tekur síðan aðra tæpa tvo mánuði. Fýllinn er úthafsfugl sem unir sér best á sjó. Hann er þungur til gangs á landi, en þar þarf hann tilhlaup til að komast úr kyrrstöðu og hefja sig til flugs. Jafnvel á sjó getur hann stundum átt í erfiðleikum með að komst á loft. Fuglinn treystir á vindinn til að rífa sig upp úr hafinu en ef það er logn þarf hann að taka tilhlaup á sjónum, líkt og á landi. Þegar á flug er komið svífur fýllinn með stífum vængjum með fáeinum vængjatökum inn á milli og flakkar þannig víða um norðanvert Atlantshaf og jafnvel alla leið í Norður-Íshaf.

Skylt efni: fuglinn

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...