Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Furðuleikar á Ströndum - BBC verður á staðnum
Fréttir 24. júní 2015

Furðuleikar á Ströndum - BBC verður á staðnum

Sauðfjársetur á Ströndum heldur sína árlegu Furðuleika sunnudaginn 28. júní og hefjast þeir kl. 13:00. Leikarnir fara fram á Sævangsvelli við Steingrímsfjörð og eru lokapunkturinn á bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík.

Á Furðuleikum er keppt í ýmsum skringilegum íþróttagreinum sem eiga sameiginlegt að vera afbragðs skemmtun þó þær hafi ekki enn hlotið viðurkenningu Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Meðal þess sem fólk getur prófað á Furðuleikum er t.d. öskurkeppni, kvennahlaup (þar sem karlar hlaupa um þrautabraut með konur sínar á bakinu), ruslatínsla, stígvélakast, farsímakast og fleira. Þá má nefna sýningargreinina trjónufótbolta sem er afar vinsæl enda hin besta skemmtun á að horfa.

Alls engar kröfur eru gerðar til keppenda um færni, þol eða fyrri reynslu í íþróttum og yfirleitt er lítið um verðlaun á Furðuleikum önnur en heiðurinn af því að sigra og ánægjan af því að taka þátt. Þó er veglegur farsími í verðlaun í farsímakastinu og er það glæsilegur snjallsími, LG G3 S með háskerpuskjá, sem Síminn gefur. Skráning í keppnisgreinar fer fram á staðnum.

Þetta árið er möguleiki á að komast á spjöld sögunar þar sem BBC verður á staðnum með keppendur og kvikmyndar leikana sem verða síðan sýndir í þætti sem heitir All over the place.

Á Kaffi Kind, kaffistofu Sauðfjársetursins, verður sérlega veglegt hlaðborð á boðstólum í tilefni dagsins. Aðgangur að öllum sýningum safnsins er ókeypis í tilefni dagsins og sama gildir að frítt er á Furðuleikana sjálfa. Nú eru uppi sögusýningin Sauðfé í sögu þjóðar sem er fastasýning Sauðfjársetursins, einnig sýningin Álagablettir á listasviðinu, sýningin Manstu? Ljósmyndir Tryggva Samúelssonar er í Kaffi Kind og í sérsýningarherbergi er sýning um Brynjólf Sæmundsson og starf héraðsráðunauta.

Þetta er í tólfta skipti sem Furðuleikarnir fara fram.

Skylt efni: Furðuleikarnir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...