Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fura – heklað eyrnaband
Hannyrðahornið 30. janúar 2019

Fura – heklað eyrnaband

Höfundur: Handverkskúnst
Hér er heklað eyrnaband frá Handverkskúnst.
 
Stærð: S/M – M/L
 
Höfuðmál: 54/56 – 56/58 cm
 
Breidd: ca 11-13 cm.
 
Garn: Drops Cotton Merino, fæst í Handverkskúnst 
100-100 g litur 11, skógargrænn
 
Heklunál: 4 mm
 
Heklfesta: 18 hálfir stuðlar og 14,5 umferðir = 10 x 10 cm.
 
Stutt útskýring á stykki:
- Stykkið er heklað fram og til baka í vinkil.
- Hver umferð með hálfum stuðlum byrja með 2 loftlykkjum (koma EKKI í stað fyrsta hálfa stuðul).t
 
Uppskriftin:
Heklið 26-32 loftlykkjur (meðtaldar 2 loftlykkjur til að snúa við með) með heklunál 4.
 
Heklið 1 hálfan stuðul í 3. loftlykkju frá heklunálinni (= 1 hálfur stuðull) – sjá stutta útskýringu að ofan, heklið 1 hálfan stuðul í hverja og eina af næstu 11-14 lykkjum, heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 hálfan stuðul í hverja og eina af næstu 12-15 loftlykkjum = 24-30 hálfir stuðlar.
 
Heklið A.1 yfir fyrstu 5 hálfa stuðlana, A.2 yfir næstu 6-9 hálfa stuðla, A.3 yfir næsta hálfa stuðul + loftlykkjuboga + hálfan stuðul, A.2 yfir næstu 6-9 hálfan stuðul og endið með A.4 yfir síðustu 5 hálfa stuðla.
 
Haldið svona áfram með mynstur. Fækkið um 1 lykkju í hverri umferð í A.1 og A.4 og aukið út um 1 lykkju hvoru megin við loftlykkjuboga í A.3 (= 2 lykkjur fleiri í hverri umferð í A.3), þ.e.a.s. lykkjufjöldinn verður sá sami. Athugið heklfestuna.
 
Þegar stykkið mælist 49-51 cm þar sem það er lengst, klippið frá og festið enda. Saumið eyrnabandið saman í ystu lykkjubogana á hvorri hlið.
 
Mynstur:
 
= hálfur stuðull í lykkju
 = heklið 2 hálfa stuðla saman þannig: * Bregðið bandi um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið bandið *, heklið frá *-* einu sinni til viðbótar, bregðið bandinu um heklunálina og dragið bandið í gegnum allar 5 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 hálfur stuðull færri).
= hstuðull í aftari lykkjubogann frá réttu
= heklið 2 hálfa stuðla saman í aftari lykkjubogann
 = hálfur stuðull um loftlykkjuboga
 = 3 loftlykkjur
  = fyrsta umferð hefur nú þegar verið hekluð, þetta sýnir bara hvernig hekla á næstu umferð í/um lykkjurnar.
 
 
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...