Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Frá deildarfundi sauðfjárbænda á síðasta ári.
Frá deildarfundi sauðfjárbænda á síðasta ári.
Mynd / smh
Fréttir 6. febrúar 2025

Fundir og þing á næsta leiti

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Allar búgreinar innan Bænda­samtaka Íslands halda sína deildafundi 27. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica.

Á deildafundum, sem áður voru haldnir á sérstöku Búgreinaþingi, er stefna næsta árs mörkuð fyrir hverja og eina deild og jafnframt í flestum tilvikum kosið í stjórnir deildanna.

Öllum heimilt að senda inn tillögur

Að sögn Guðrúnar Bjargar Egilsdóttur, sérfræðings hjá Bændasamtökum Íslands, er mikilvægi fundanna mikið þar sem á þeim er ákveðið hvaða málefnum verður unnið að næstu árin. „Öllum félagsmönnum er heimilt að senda inn tillögur inn í málefnastarfið og eiga þar með möguleika á að hafa áhrif á starf deildarinnar næsta árið.“

Búnaðarþing er svo haldið í kjölfarið 20. og 21. mars á Hótel Natura. Segja má að deildafundir marki stefnu deildanna, og málefnum þar oftast vísað til stjórnar viðkomandi deildar, en Búnaðarþing marki stefnu samtakanna. Að sögn Guðrúnar geta deildarfundir þó ákveðið að vísa ákveðnum málefnum áfram til stjórnar Bændasamtakanna og inn á Búnaðarþing. Þá sé helst um að ræða málefni sem eiga við landbúnaðinn í heild. Þá séu búnaðarþingsfulltrúar deildanna kosnir á deildafundunum.

„Málefni sem deildir vísa til umræðu á Búnaðarþingi fjalla til dæmis um tollamál, afleysingar í landbúnaði, lánakjör og svo framvegis – mál sem eiga við fleira en eina grein landbúnaðarins.

Deildir sauðfjár- og nautgripabænda funda einnig 28. febrúar. Áætlað er að fundir þessara deilda hefjist klukkan 11 þann 27. febrúar en mismunandi er milli annarra deilda hvort fundur hefjist klukkan 11.00 eða 13.00. Fundir standa mislengi, en að kvöldi fimmtudagsins 27. febrúar verður fulltrúum boðið upp á fordrykk og í framhaldinu hátíðarkvöldverð,“ segir Guðrún.

Bæði lokaðir og opnir fundir

Að sögn Guðrúnar voru fulltrúar nautgripa- og sauðfjárbænda kosnir dagana 15.–17. janúar og liggja fulltrúalistar fyrir inni á Mínum síðum á vef Bændasamtakanna. Alls verði 35 fulltrúar frá nautgripabændum og 53 frá sauðfjárbændum á deildafundunum. Skógarbændur hafi valið 26 fulltrúa til að sitja fundinn.

Aðrar deildir séu með opna fundi, félagsmenn þurfi að skrá sig til þess að vera fulltrúar og lýkur þeirri skráningu 15. febrúar.

„Innsendingu mála lauk 30. janúar, fyrir utan deild hrossabænda sem hefur frest á að senda inn tillögur til 7. febrúar. Nefndarstarf mun hefjast næstkomandi fimmtudag, 6. febrúar, hjá stærstu deildunum og lýkur 20. febrúar. Ástæða nefndarstarfsins hjá stærri deildunum er til að forvinna málin þannig að fundirnir verði skilvirkari. Nefndirnar sjá þá um að vinna tillögurnar áður en þær fara fyrir fundinn,“ segir Guðrún enn fremur.

Á Búnaðarþingi eru fulltrúarnir 63 talsins. Mál sem taka eigi fyrir á Búnaðarþingi þurfi að berast í síðasta lagi 6. mars til stjórnar Bændasamtakanna.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f