Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigga á Grund í Flóahreppi er einn færasti listamaður þjóðarinnar. Hún hefur til dæmis skorið út allar gangtegundir íslenska hestsins.
Sigga á Grund í Flóahreppi er einn færasti listamaður þjóðarinnar. Hún hefur til dæmis skorið út allar gangtegundir íslenska hestsins.
Mynd / MHH
Líf og starf 25. maí 2023

Fundarhamar úr peruvið

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fallegt íslenskt handverk var í lykilhlutverki á lokaathöfn leiðtogafundar Evrópuráðsins á dögunum.

Frá afhendingu hamarsins.

Mynd / Utanríkisráðuneytið

Þá færði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Edgar Rinkēvič, utanríkisráðherra Lettlands, útskorinn fundarhamar og þar með tóku Lettar við formennsku í ráðinu af Íslandi.

Handverkið er eftir Sigríði Kristjánsdóttur, Siggu á Grund eins og hún er alltaf kölluð.

„Þetta var mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni, sem ég er stolt af. Það fóru 80 klukkutímar í verkið, sem var mjög skemmtilegt og gefandi. Ég notaði peruvið í hamarinn,“ segir Sigga, sem skar einnig út fundarhamar fyrir Alherjarþing Sameinuðu þjóðanna árið 2005. „Það er alltaf meira en nóg að gera hjá mér enda er ég alltaf að fá ný og ný verkefni í hendurnar.

Nú er ég að vinna skemmtilegt verk, sem hvílir leyndardómur yfir, ég má alls ekki segja hvað það er,“ segir Sigga hlæjandi og bætir við: „Ég sker út á meðan ég get, þetta er svo skemmtilegt og gefur mér mikið,“ segir Sigga, sem verður 79 ára þann 30. maí.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...