Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigga á Grund í Flóahreppi er einn færasti listamaður þjóðarinnar. Hún hefur til dæmis skorið út allar gangtegundir íslenska hestsins.
Sigga á Grund í Flóahreppi er einn færasti listamaður þjóðarinnar. Hún hefur til dæmis skorið út allar gangtegundir íslenska hestsins.
Mynd / MHH
Líf og starf 25. maí 2023

Fundarhamar úr peruvið

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fallegt íslenskt handverk var í lykilhlutverki á lokaathöfn leiðtogafundar Evrópuráðsins á dögunum.

Frá afhendingu hamarsins.

Mynd / Utanríkisráðuneytið

Þá færði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Edgar Rinkēvič, utanríkisráðherra Lettlands, útskorinn fundarhamar og þar með tóku Lettar við formennsku í ráðinu af Íslandi.

Handverkið er eftir Sigríði Kristjánsdóttur, Siggu á Grund eins og hún er alltaf kölluð.

„Þetta var mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni, sem ég er stolt af. Það fóru 80 klukkutímar í verkið, sem var mjög skemmtilegt og gefandi. Ég notaði peruvið í hamarinn,“ segir Sigga, sem skar einnig út fundarhamar fyrir Alherjarþing Sameinuðu þjóðanna árið 2005. „Það er alltaf meira en nóg að gera hjá mér enda er ég alltaf að fá ný og ný verkefni í hendurnar.

Nú er ég að vinna skemmtilegt verk, sem hvílir leyndardómur yfir, ég má alls ekki segja hvað það er,“ segir Sigga hlæjandi og bætir við: „Ég sker út á meðan ég get, þetta er svo skemmtilegt og gefur mér mikið,“ segir Sigga, sem verður 79 ára þann 30. maí.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...