Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bandflettisög í viðarvinnslunni í Heiðmörk.
Bandflettisög í viðarvinnslunni í Heiðmörk.
Mynd / Skógræktarfélag Reykjavíkur
Líf og starf 30. maí 2023

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Skógræktarfélag Reykjavíkur starfrækir einu viðarvinnsluna á suðvesturhorninu. Starfsmaður hefur verið ráðinn í fullt starf til að vinna timbur úr grisjunarviði. Afurðirnar hafa farið í gólffjalir, bekki, skilti, stíga innréttingar o.fl.

Eftir því sem skógurinn í Heiðmörk eldist stækka trén og afurðirnar verða verðmætari. Sífellt stærra hlutfall viðarins nýtist í framleiðslu dýrari afurða, svo sem borðvið, í stað eldiviðar og kurls. Samtals eru tvö til þrjú ársverk sem fara í grisjun og vinnslu í Heiðmörk. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur.

Talsverð verðmæti

Í viðarvinnslunni er bæði stórviðarsög og bandflettisög. Stórviðarsögin er notuð til að fletta trjábolum í borðvið. Bandflettisögin hentar fyrir sértækari verkefni, svo sem vinnslu á mjög sverum eða óreglulegum trjábolum.

Að auki við að nota tré úr Heiðmörk hefur vinnslan tekið á móti timbri sem fallið hefur til við grisjun eða vegna framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Oft er það reyniviður eða alaskaösp. Talsvert verðmæti geta verið í slíku timbri.

Hvergi er flatarmál skógarins minnkað, heldur fellur allt hráefnið til við sjálfbæra grisjun. Skóglendið er víða þétt og nauðsynlegt að grisja til að trén geti vaxið og dafnað. Hæfileg grisjun skapar aukið rými og birtu í skóginum og þar með betri skilyrði til jafnari vaxtar fyrir þau tré sem eftir standa. Vegna þess hve hægt trén vaxa hérlendis hafa þau eiginleika sem gera þau eftirsóknarverð í smíðavið.

Nauðsynlegt að grisja reglulega

Í Heiðmörk eru um 270 hektarar af eldri barrskógum, sem eru að meðaltali 50 ára gamlir. Þá eru 140 hektarar af um það bil helmingi yngri barrskógum og 440 hektarar af blandskógum. Birkiskógar eru á um eitt þúsund hekturum til viðbótar. Víða hefur skógurinn náð þeim aldri að trén eru farin að vaxa nokkuð hratt og nauðsynlegt að sinna grisjun reglulega. Rúmlega fjórir hektarar voru grisjaðir í Heiðmörk í fyrra.

Á annað hundrað rúmmetra af timbri féll til við grisjunina og var meðal annars notað í borðvið, bolvið og eldivið. Nú er verið að vinna efni í timburborð fyrir Perlufestina, göngustíg umhverfis Perluna. Það er stærsta pöntun á vörum Skógræktarfélags Reykjavíkur til þessa – alls 15 kílómetrar af borðviði. Hátt í þrjú þúsund lengdarmetrar af borð- og bolvið voru framleiddir í Heiðmörk á síðasta ári.

Skylt efni: Skógrækt | viðarvinnsla

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...