Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Dún safnað í Árnesey í Árneshreppi.
Dún safnað í Árnesey í Árneshreppi.
Mynd / Hrefna Þorvaldsdóttir
Líf og starf 29. júní 2022

Fuglinn skilaði sér seint

Höfundur: Vilmundur Hansen

Valgeir Benediktsson, ábúandi í Árnesi í Árneshreppi, segir að æðarfugl hafi skilað sér mjög seint í vor miðað við í meðalári og að vætutíð sé að spilla dúntekjunni.

„Fuglinn hefur stundum verið byrjaður að setjast upp í Árnesey í endaðan apríl en í ár fórum við út í eyju í byrjun maí og þá sást lítið af fugli í henni og kringum hana og enginn fugl farinn að verpa. Eina skýringin sem ég hef á þessu er að fuglinn hafi verið einhvers staðar í æti og tafist.

Við fórum aftur út í eyju um 20. maí og þá var varp minna en í meðalári en svo var fuglinn farinn að sjást talsvert á fjörum í kringum mánaðamótin maí og júní.“

Vætutíð spillir dún

Eftir að vera búinn að fara þrisvar yfir eyjuna segir Valgeir að hann telji hana vera orðna fullorpna þrátt fyrir að hann telji fugla í eyjunni vera færri í ár en oft áður.

„Það er allt of snemmt að segja hver endanleg tekja verður í ár því að við erum ekki búin að tína allt enn. Veðrið hefur verið óhagstætt og mikið rignt þannig að ég veit ekki hvað kemur til með að skila sér að lokum. Nýting á dún sem hefur blotnað er verri en í þurrkatíð. Ég á því ekki von á neinni mettekju í ár.

Vorið í fyrra var þurrt sem gerði varpinu og tínslunni mjög gott, enda þurrt vor það sem skiptir mestu til að fá góðan dún. Í langverandi rigningu eins og í ár geta kollurnar illa hlíft eggjunum fyrir bleytu og þó að það rigni ekki í mitt hreiðrið síast alltaf bleyta í dúninn og eggin og slíkt spillir varpinu.“

Fuglinn hefur stundum verið byrjaður að setjast upp í Árnesey í apríl. Mynd / Þórdís Una Gunnarsdóttir

Talsvert af dauðum máfi í fjörunum

Þegar Valgeir er spurður hvort hann hafi nokkuð orðið var við mikið af dauðum fugli í vor og vísað er til fuglaflensu segir hann alltaf finnast eitthvað af dauðum fuglum á hverju vori.

„Fjöldi dauðra æðarfugla í eyjunni er svipaður og undanfarin ár og ég hef ekki tengt það sérstaklega við fuglaflensu. Mér finnst aftur á móti vera meira af dauðum máfi í fjörunum en hef haldið mig frá hræjunum og ekki verið að skoða þau neitt sérstaklega.“

Refur í fyrsta sinn vargur í Árnesey

Að sögn Valgeirs var refur í fyrsta sinn vargur í Árnesey í fyrravor að hans viti. „Í fyrravor urðum við vör við mikið af eggjum sem voru grafin í sand víða í eyjunni eins og refir gera. Auk þess sem það er óvanalegt að refur syndi langar leiðir.

Í þessu tilfelli var um að ræða stekk á greni í landi sem hafði greinilega synt margar ferðir út í eyju til að komast í æti fyrir yrðlingana en fékk að lokum óblíðar viðtökur og var felldur,“ segir Valgeir Benediktsson æðarbóndi.

14 myndir:

Skylt efni: æðardúnn | æðarfugl

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...