Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Dún safnað í Árnesey í Árneshreppi.
Dún safnað í Árnesey í Árneshreppi.
Mynd / Hrefna Þorvaldsdóttir
Líf og starf 29. júní 2022

Fuglinn skilaði sér seint

Höfundur: Vilmundur Hansen

Valgeir Benediktsson, ábúandi í Árnesi í Árneshreppi, segir að æðarfugl hafi skilað sér mjög seint í vor miðað við í meðalári og að vætutíð sé að spilla dúntekjunni.

„Fuglinn hefur stundum verið byrjaður að setjast upp í Árnesey í endaðan apríl en í ár fórum við út í eyju í byrjun maí og þá sást lítið af fugli í henni og kringum hana og enginn fugl farinn að verpa. Eina skýringin sem ég hef á þessu er að fuglinn hafi verið einhvers staðar í æti og tafist.

Við fórum aftur út í eyju um 20. maí og þá var varp minna en í meðalári en svo var fuglinn farinn að sjást talsvert á fjörum í kringum mánaðamótin maí og júní.“

Vætutíð spillir dún

Eftir að vera búinn að fara þrisvar yfir eyjuna segir Valgeir að hann telji hana vera orðna fullorpna þrátt fyrir að hann telji fugla í eyjunni vera færri í ár en oft áður.

„Það er allt of snemmt að segja hver endanleg tekja verður í ár því að við erum ekki búin að tína allt enn. Veðrið hefur verið óhagstætt og mikið rignt þannig að ég veit ekki hvað kemur til með að skila sér að lokum. Nýting á dún sem hefur blotnað er verri en í þurrkatíð. Ég á því ekki von á neinni mettekju í ár.

Vorið í fyrra var þurrt sem gerði varpinu og tínslunni mjög gott, enda þurrt vor það sem skiptir mestu til að fá góðan dún. Í langverandi rigningu eins og í ár geta kollurnar illa hlíft eggjunum fyrir bleytu og þó að það rigni ekki í mitt hreiðrið síast alltaf bleyta í dúninn og eggin og slíkt spillir varpinu.“

Fuglinn hefur stundum verið byrjaður að setjast upp í Árnesey í apríl. Mynd / Þórdís Una Gunnarsdóttir

Talsvert af dauðum máfi í fjörunum

Þegar Valgeir er spurður hvort hann hafi nokkuð orðið var við mikið af dauðum fugli í vor og vísað er til fuglaflensu segir hann alltaf finnast eitthvað af dauðum fuglum á hverju vori.

„Fjöldi dauðra æðarfugla í eyjunni er svipaður og undanfarin ár og ég hef ekki tengt það sérstaklega við fuglaflensu. Mér finnst aftur á móti vera meira af dauðum máfi í fjörunum en hef haldið mig frá hræjunum og ekki verið að skoða þau neitt sérstaklega.“

Refur í fyrsta sinn vargur í Árnesey

Að sögn Valgeirs var refur í fyrsta sinn vargur í Árnesey í fyrravor að hans viti. „Í fyrravor urðum við vör við mikið af eggjum sem voru grafin í sand víða í eyjunni eins og refir gera. Auk þess sem það er óvanalegt að refur syndi langar leiðir.

Í þessu tilfelli var um að ræða stekk á greni í landi sem hafði greinilega synt margar ferðir út í eyju til að komast í æti fyrir yrðlingana en fékk að lokum óblíðar viðtökur og var felldur,“ segir Valgeir Benediktsson æðarbóndi.

14 myndir:

Skylt efni: æðardúnn | æðarfugl

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...