Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hávella
Hávella
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 16. júní 2022

Fuglinn Hávella

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Hávella er fremur lítil kafönd og er eina öndin okkar sem skiptir um ham eftir árstíðum. Útlitsbreytingarnar á steggnum eru sérstaklega dramatískar en hann er nánast alveg ljós á veturna og alveg dökkur á sumrin. Hávella verpir um nær allt land á láglendi og tjörnum niðri við sjó. Hávellur verpa líka inn til landsins og hefur hún verið einkennisfugl hálendisvatna og tjarna.

Vetrarstöðvarnar eru síðan allt í kringum landið, bæði við strendurnar og í stórum hópum talsvert frá landi. Íslenska hávellan er staðfugl að mestu en talið er að einhver hluti þeirra dvelji við Grænland á veturna ásamt því að við Ísland bætast við vetrargestir frá norðlægari löndum. Eitt af helstu einkennum hávellunnar eru áberandi langar miðfjaðrir stéls sem steggurinn lætur standa út í loftið á pörunartíma. Það verða gjarnan mikil læti og miklar erjur milli steggja á pörunartímanum. Steggirnir keppast við að ganga í augun á kollunum með því að synda í kringum þær og kalla í sífellu nafnið sitt há-á-vella.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...