Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fuglakólera drepur æðarkollur og villta fugla
Fréttir 20. júní 2018

Fuglakólera drepur æðarkollur og villta fugla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun barst í síðustu viku tilkynning um að fjölmargar æðarkollur og nokkrir aðrir villtir fuglar hefðu fundist dauðir. Rannsókn á fuglunum á Tilraunastöð HÍ að Keldum leiddi í ljós að um fuglakóleru var að ræða. Fólki stafar ekki hætta af henni.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að Fimmtudaginn 14. júní höfðu bændur á bænum Hrauni á Skaga samband við héraðsdýralækni Matvælastofnunar og létu vita um óvenju marga dauða fugla á svæðinu.

Rúmlega fjörtíu æðarkollur höfðu fundist dauðar á hreiðrum sínum, ásamt nokkrum máfum og gæs. Stofnunin hafði samband við Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum og óskaði eftir rannsókn á fuglunum, sér í lagi vegna hættu á fuglaflensu.Tilraunastöðin brást skjótt við og strax á föstudagmorgni barst svar um að ekki væri um fuglaflensu að ræða. Fuglarnir voru síðan krufðir og fleiri rannsóknir gerðar. Niðurstaða þeirra barst svo á laugardagsmorgun. Í ljós kom að um fuglakóleru var að ræða.

Orsök kólerunnar er bakterían Pasteurella multocida, sem er vel þekkt orsök dauða í villtum fuglum. Einkenni geta verið skyndilegur dauði eins og í þessu tilfelli, en stundum tekur sjúkdómsferlið lengri tíma og fuglarnir veslast smám saman upp. Bakterían finnst í miklu magni í driti sýktra fugla og hræjum af fuglum sem drepist hafa úr sýkingu af völdum hennar. Hún getur lifað af í vatni í þrjár til fjórar vikur og allt að fjóra mánuði í jarðvegi. Fólk og spendýr, önnur en nagdýr, virðast ekki vera næm fyrir þeim stofnum bakteríunnar sem sýkja fugla.

Rétt er þó að minna á að fólk ætti aldrei að snerta dauða fugla með berum höndum, því þeir geta borið ýmsa sýkla sem geta valdið sjúkdómum í fólki. Fuglakólera er allsendis óskyld kóleru í fólki, sem bakterían Vibrio cholerae veldur.

Skylt efni: Fugladauði | æðakolla

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...