Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Enn eru í gildi varúðarráðstafanir til verndar alifuglum og öðrum fuglum í haldi. Leiðbeiningar eru aðgengilegar á vef MAST.
Enn eru í gildi varúðarráðstafanir til verndar alifuglum og öðrum fuglum í haldi. Leiðbeiningar eru aðgengilegar á vef MAST.
Mynd / smh
Í deiglunni 12. desember 2023

Fuglaflensa breiðist út

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Skæð fuglaflensa er nú útbreidd í villtum fuglum um allt land en ekki eru vísbendingar um fjöldadauða.

Í umfjöllun á vef Matvælastofnunar kemur fram að sú tegund fuglaflensunnar sem talin er vera útbreidd sé H5N5. Nýleg tilfelli af henni voru staðfest í dauðum hrafni rétt hjá húsnæði Matvælastofnunar á Selfossi og í ritu á Hallormsstað. Áður hafi þetta afbrigði greinst í erni á Breiðafirði og æðarfugli í Ólafsfirði. Sterkar vísbendingar séu um að þessi gerð hafi borist með villtum fuglum til landsins síðsumars.

Ekki hafi borist tilkynningar um fjöldadauða í villtum fuglum nú í haust sem bendi til að áhrif þessa afbrigðis á villtu fuglastofnana séu ekki mjög alvarleg. Annað afbrigði fuglaflensunnar sem algengust var hér á landi á síðasta ári í villtum fuglum virðist núna ekki vera mjög útbreidd. Matvælastofnun hvetur almenning áfram til að tilkynna fund á veikum og dauðum fuglum til stofnunarinnar, helst með gps-hnitum fundarstaðarins.

Þá eru enn í gildi varúðarráðstafanir til verndar alifuglum og öðrum fuglum í haldi og eru þær aðgengilegar í gegnum vef Matvælastofnunar.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...