Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Enn eru í gildi varúðarráðstafanir til verndar alifuglum og öðrum fuglum í haldi. Leiðbeiningar eru aðgengilegar á vef MAST.
Enn eru í gildi varúðarráðstafanir til verndar alifuglum og öðrum fuglum í haldi. Leiðbeiningar eru aðgengilegar á vef MAST.
Mynd / smh
Í deiglunni 12. desember 2023

Fuglaflensa breiðist út

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Skæð fuglaflensa er nú útbreidd í villtum fuglum um allt land en ekki eru vísbendingar um fjöldadauða.

Í umfjöllun á vef Matvælastofnunar kemur fram að sú tegund fuglaflensunnar sem talin er vera útbreidd sé H5N5. Nýleg tilfelli af henni voru staðfest í dauðum hrafni rétt hjá húsnæði Matvælastofnunar á Selfossi og í ritu á Hallormsstað. Áður hafi þetta afbrigði greinst í erni á Breiðafirði og æðarfugli í Ólafsfirði. Sterkar vísbendingar séu um að þessi gerð hafi borist með villtum fuglum til landsins síðsumars.

Ekki hafi borist tilkynningar um fjöldadauða í villtum fuglum nú í haust sem bendi til að áhrif þessa afbrigðis á villtu fuglastofnana séu ekki mjög alvarleg. Annað afbrigði fuglaflensunnar sem algengust var hér á landi á síðasta ári í villtum fuglum virðist núna ekki vera mjög útbreidd. Matvælastofnun hvetur almenning áfram til að tilkynna fund á veikum og dauðum fuglum til stofnunarinnar, helst með gps-hnitum fundarstaðarins.

Þá eru enn í gildi varúðarráðstafanir til verndar alifuglum og öðrum fuglum í haldi og eru þær aðgengilegar í gegnum vef Matvælastofnunar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...