Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Land og skógur skal með starfsemi sinni vinna að landgræðslu og skógrækt og stuðla að eflingu, verndun og endurheimt á auðlindum þjóðarinnar.
Land og skógur skal með starfsemi sinni vinna að landgræðslu og skógrækt og stuðla að eflingu, verndun og endurheimt á auðlindum þjóðarinnar.
Mynd / Myndasafn Bændablaðsins.
Í deiglunni 7. febrúar 2023

Frumvarpsdrög í samráðsgátt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Drög að frumvarpi til laga um sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Í frumvarpinu er lagt til að sameiginlega stofnunin heiti Land og skógur. Skila má inn umsögnum um drögin til 1. febrúar.

Samkvæmt frumvarpsdrögunum á nýja stofnunin að hafa eftirlit með framkvæmd laga um landgræðslu og skógrækt og annast daglega stjórnsýslu í samræmi við þau lög og annan lagabókstaf sem stofnunin starfar eftir.

Stuðla að eflingu, verndun og endurheimt auðlinda

Í frumvarpsdrögunum segir að: „Land og skógur skal með starfsemi sinni vinna að landgræðslu og skógrækt og stuðla að eflingu, verndun og endurheimt á auðlindum þjóðarinnar sem fólgnar eru í jarðvegi, skógum og öðrum gróðri í samræmi við lög og stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið.“Aðdragandi frumvarpsins um sameininguna er að matvælaráðherra skipaði starfshóp til að greina rekstur stofnananna, eignaumsýslu og samlegð faglegra málefna og vinna áhættugreiningu. Skýrslu var skilað 3. október síðastliðinn með þeirri niðurstöðu að fagleg og rekstrarleg rök væru fyrir sameiningunni.

Ráðherra ákvað því að leggja sameiningu til og í frumvarpsdrögunum er lagt til að heiti nýrrar stofnunar verði Land og skógur. Aðalskrifstofa stofnunarinnar getur verið á hvaða starfsstöð hennar sem er samkvæmt frumvarpsdrögunum, en ekki er gert ráð fyrir að forstöðumaður hafi aðsetur á höfuðborgarsvæðinu. Drögin sem liggja fyrir að lögum um nýja stofnun, Land og skóg, eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda fram til 1. febrúar.

Ef lögin öðlast gildi er ráðherra heimilt að skipa forstöðumann nýrrar stofnunar sem hefur leyfi til að undirbúa starfsemi hennar í samráði við skógræktarstjóra og landgræðslustjóra, allt þar til stofnunin tekur til starfa við gildistöku laganna 1. janúar 2024.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...