Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Land og skógur skal með starfsemi sinni vinna að landgræðslu og skógrækt og stuðla að eflingu, verndun og endurheimt á auðlindum þjóðarinnar.
Land og skógur skal með starfsemi sinni vinna að landgræðslu og skógrækt og stuðla að eflingu, verndun og endurheimt á auðlindum þjóðarinnar.
Mynd / Myndasafn Bændablaðsins.
Í deiglunni 7. febrúar 2023

Frumvarpsdrög í samráðsgátt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Drög að frumvarpi til laga um sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Í frumvarpinu er lagt til að sameiginlega stofnunin heiti Land og skógur. Skila má inn umsögnum um drögin til 1. febrúar.

Samkvæmt frumvarpsdrögunum á nýja stofnunin að hafa eftirlit með framkvæmd laga um landgræðslu og skógrækt og annast daglega stjórnsýslu í samræmi við þau lög og annan lagabókstaf sem stofnunin starfar eftir.

Stuðla að eflingu, verndun og endurheimt auðlinda

Í frumvarpsdrögunum segir að: „Land og skógur skal með starfsemi sinni vinna að landgræðslu og skógrækt og stuðla að eflingu, verndun og endurheimt á auðlindum þjóðarinnar sem fólgnar eru í jarðvegi, skógum og öðrum gróðri í samræmi við lög og stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið.“Aðdragandi frumvarpsins um sameininguna er að matvælaráðherra skipaði starfshóp til að greina rekstur stofnananna, eignaumsýslu og samlegð faglegra málefna og vinna áhættugreiningu. Skýrslu var skilað 3. október síðastliðinn með þeirri niðurstöðu að fagleg og rekstrarleg rök væru fyrir sameiningunni.

Ráðherra ákvað því að leggja sameiningu til og í frumvarpsdrögunum er lagt til að heiti nýrrar stofnunar verði Land og skógur. Aðalskrifstofa stofnunarinnar getur verið á hvaða starfsstöð hennar sem er samkvæmt frumvarpsdrögunum, en ekki er gert ráð fyrir að forstöðumaður hafi aðsetur á höfuðborgarsvæðinu. Drögin sem liggja fyrir að lögum um nýja stofnun, Land og skóg, eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda fram til 1. febrúar.

Ef lögin öðlast gildi er ráðherra heimilt að skipa forstöðumann nýrrar stofnunar sem hefur leyfi til að undirbúa starfsemi hennar í samráði við skógræktarstjóra og landgræðslustjóra, allt þar til stofnunin tekur til starfa við gildistöku laganna 1. janúar 2024.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...