Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Frumvarp að lögum um skógrækt lagt fram á haustþingi 2015
Fréttir 9. desember 2014

Frumvarp að lögum um skógrækt lagt fram á haustþingi 2015

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að hefja vinnu við heildarendurskoðun laga um skógrækt, sem eru frá árinu 1955.

Gert er ráð fyrir að við gerð frumvarpsins verði m.a. byggt á vinnu nefndar um endurskoðun laga um skógrækt, sem skilaði greinargerð í júní 2012. Í greinargerðinni lagði nefndin áherslu á tiltekna meginþætti, s.s. aukna útbreiðslu skóga og uppbyggingu skógarauðlindar, þróun skógarnytja til verðmætasköpunar, nýsköpun og byggðaþróun, aðgengi fólks að skógum og jákvæð áhrif þeirra á umhverfi mannsins og lýðheilsu. Sömuleiðis er áhersla lögð á  vistkerfisþjónustu skóga, þ.m.t. fyrir jarðvegsvernd, vatnsvernd og líffræðilega fjölbreytni, og þátt skógræktar í að stemma stigu við hnattrænum loftslagsbreytingum og aðlögun skóga að þeim. Nefndin taldi vernd þeirra skóga sem fyrir eru, ræktun nýrra skóga, endurheimt skógarvistkerfa og öflugt rannsókna- og þróunarstarf í þágu skógræktar vera forsendur fyrir árangri á ofantöldum sviðum.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun njóta aðstoðar samráðsvettvangs við gerð frumvarpsins. Hann verður skipaður tveimur fulltrúum fyrri nefndar, og fulltrúum Bændasamtaka Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landverndar. Hlutverk vettvangsins er að vera ráðuneytinu til ráðgjafar um innihald og uppbyggingu nýs frumvarps, m.a. á grunni fyrirliggjandi vinnu.

Miðað er við að frumvarp til nýrra laga um skógrækt verði lagt fram á haustþingi 2015.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...