Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Heyskapur á Möðruvöllum í Eyjafirði fyrir tveimur áratugum
Heyskapur á Möðruvöllum í Eyjafirði fyrir tveimur áratugum
Mynd / Bbl
Á faglegum nótum 14. nóvember 2025

Frumniðurstöður heyefnagreininga 2025

Höfundur: Baldur Örn Samúelsson, ráðunautur í fóðrun hjá RML.

Hér eru birtar fyrstu niðurstöður heyefnagreininga 2025. Þegar þetta er skrifað er búið að greina 1.351 heysýni sem gefur mjög góða vísbendingu um stöðuna á heysýnunum yfir landið. Hafa ber í huga að hér er horft á landsmeðaltal en breytileikinn á milli landshluta getur verið mjög mikill og eins milli búa.

Fyrri sláttur

Töluverður munur er á milli ára á fyrri slættinum. Fyrri slátturinn er nokkuð blautari í ár en meltanleiki lífræns efnis (MLE) er nokkuð hærri sem skilar meiri orku. Próteinið er hins vegar nokkuð lægra en leysanleikinn (lHP) er hærri. Þó að meltanleikinn sé hærri þá er trénið (NDF) í ár aðeins hærra en í fyrra, þó er ómeltanlegt tréni (iNDF) mjög svipað á bæði árain. Sykur er töluvert hærri í ár sem kemur ekki á óvart eftir þetta sólríka sumar. Fosfór (P), kalíum (K) og brennisteinn (S) mælast aðeins lægri í ár, það er lítill munur á kalsíum (Ca) og natríum (Na) og magnesíum (Mg) er aðeins lægra í ár. Selen lækkar á milli ára en önnur snefilefni hafa ekki breyst mikið. Heilt yfir virðist fyrri slátturinn vera betri í ár orkulega en slakari próteinlega. AAT er eins milli ára en PBV er nokkuð lægra í ár.

Annar sláttur

Munurinn á milli ára í öðrum slætti er mjög svipaður og munurinn í fyrri slættinum nema það er ekki munur á þurrefnisinnihaldi. Hærri meltanleiki sem gefur hærri orku, hærra tréni en hér er hins vegar lægra ómeltanlegt tréni en í fyrra. Próteinið er hins vegar lægra í ár en í fyrra. Sykurinn aðeins hærri. Ef við horfum á steinefnin er kalsíum aðeins hærra og fosfór og kalíum aðeins lægra. Selen er aðeins lægra í ár. Orkan er hærri í ár, AAT eins milli ára en PBV lægra.

Grænfóður

Grænfóðrið sker sig aðeins úr í ár. Þar er próteinið aðeins hærra og meltanleikinn töluvert hærri þrátt fyrir að trénið sé þó nokkuð hærra í ár. Á móti er ómeltanlegt tréni lægra. Sykurinn er aðeins lægri en það gæti skýrst af því að grænfóðrið er aðeins blautara og mögulega hefur eitthvað af sykrinum nýst í verkunina. Ef við horfum á steinefnin þá eru öll helstu steinefnin töluvert hærri í ár nema natríum er lægra. Selen er einnig nokkuð lægra. Járn (Fe) er lægra í ár sem bendir til minni jarðvegsmengunar í grænfóðrinu, en há járn og öskugildi í heysýnum geta bent til jarðvegsmengunar. Mestur munurinn á grænfóðri milli ára er að AAT og PBV er hærra og orkan töluvert hærri.

Rýgresi

Rýgresið er aðeins blautara en í fyrra en meltanleikinn og próteinið er mjög svipað milli ára. Trénið er nokkuð hærra en ómeltanlega trénið lægra. Sykurinn er aðeins lægri í ár sem gæti hafa nýst í meiri verkun. Steinefnin eru nokkuð hærri heilt yfir í ár, nema helst kalsíum sem er einungis rétt yfir gildinu í fyrra. AAT er eins milli ára og PBV örlítið lægra, en orkan aðeins hærri.

Samantekt

Miðað við fyrstu niðurstöður heyefnagreininga erum við að sjá töluvert meiri orku í ár en það vantar aðeins upp á próteinið. Oft tengir maður aukið tréni við minni orku því það er vísbending um aukinn þroska grasanna. Hins vegar er því öfugt farið í ár því þrátt fyrir hærri orkugildi þá erum við með hærri trénisgildi og ætti það að vera jákvætt fyrir vambarstarfsemi jórturdýra. Trúlega þurfa margir að endurskoða kjarnfóðurgjöfina hjá sér varðandi próteinmagn og kaupa próteinríkara kjarnfóður. Sömuleiðis mætti hafa á bak við eyrað að horfa á kjarnfóður með auðleystri sterkju líkt og kemur frá hveiti og byggi. Með því má freista þess að næra betur örverurnar í vömbinni með auðleystri sterkju til að hjálpa til við niðurbrot á tréni en gæta þarf þess einnig að hafa nægjanlegt PBV (auðleyst prótein). Kýr þola hraðari upptröppun á kjarnfóðri þegar trénið er hærra og má skoða ef upptröppun kjarnfóðurs er hæg að auka hana upp í 450-500 g/dag. Ef skoðaðar eru uppskerutölur úr jarðræktarskýrsluhaldsforritinu Jörð. is má sjá að sumarið 2025 er algjört metár er varðar uppskeru þurrefnis á hektara. Heybirgðir bænda hafa því trúlega lagast eitthvað eftir slaka uppskeru í fyrra. Að auki hafa kornbændur víða náð að uppskera úrvals bygg. Það eru ekki nógu mörg sýni greind af byggi til að birta niðurstöður þeirra en ég vil benda á að í þeim fáu sýnum sem eru greind er prótein mjög lágt, því þarf sérstaklega að huga vel að því að gefa próteinríkt kjarnfóður samhliða bygggjöfinni. Gott bygg er virkilega gott og verðmætt orkufóður fyrir jórturdýr. 

Skylt efni: heyefnagreiningar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...