Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frumniðurstöður heyefnagreininga 2024
Á faglegum nótum 14. nóvember 2024

Frumniðurstöður heyefnagreininga 2024

Höfundur: Baldur Örn Samúelsson, ráðunautur í jarðrækt hjá RML.

Hér eru birtar fyrstu niðurstöður heyefnagreininga 2024. Þegar þetta er skrifað er búið að greina tæplega 1.200 heysýni sem gefur mjög góða vísbendingu um stöðuna á heysýnunum yfir landið.

Baldur Örn Samúelsson

Hafa verður í huga að hér er verið að horfa á landsmeðaltal en breytileikinn á milli landshluta getur verið mjög mikill.

Fyrri sláttur

Að bera saman árin 2023 og 2024 sýnir ekki mikinn mun. Fyrri slátturinn er nokkuð blautari í ár en heyið er heldur orkuríkara með hærri meltanleika lífræns efnis (MLE). Prótein er mjög svipað milli ára en tréni (NDF) aðeins lægra í ár þó aðeins stærri partur af því sé ómeltanlegt (iNDF) en það gæti skýrst af erfiðara veðurfari í sumar. Sykur er heldur lægri í ár en þar hefur sólarleysið nokkur áhrif. Kalsíum, fosfór og magnesíum mælist ögn lægra í ár en kalíum ögn hærra. Heilt yfir virðist fyrri slátturinn vera betri í ár fóðurgildislega en spurning hvort lægra þurrefni og sykur hafi neikvæð áhrif á lystugleika fóðursins.

Annar sláttur

Það er mjög lítill munur á milli ára á öðrum slætti, þá helst meira NDF, hærra iNDF og lægri sykur. Sömuleiðis er annar slátturinn töluvert blautari í ár en í fyrra. Ef við hins vegar horfum á steinefnin þá er töluvert minna af kalsíum í seinni slættinum í ár en meira af fosfór og kalíum. Því mætti setja spurningarmerki við hvort lystugleikinn í ár í öðrum slætti sé ekki eins góður og í fyrra.

Grænfóður

Í grænfóðrinu í ár sést mesti munurinn milli ára en það er aðeins blautara og MLE töluvert lægra sem lækkar nokkuð orkuna. Prótein er líka töluvert lægra en við hjá RML höfum verið að sjá nokkuð af próteinlágum grænfóðursýnum. NDF er lægra í ár og sömuleiðis iNDF. Ef við horfum á steinefnin þá eru öll helstu steinefnin lægri í ár en í fyrra nema natríum ögn hærra. Hér sjáum við svona stærsta muninn á milli ára þar sem grænfóður er töluvert lakara í ár en í fyrra.

Rýgresi

Líkt og í hinum tegundunum þá er rýgresið í ár nokkuð blautara en í fyrra en að öðru leyti mjög svipað og hér sjáum við ekki lækkun í sykri og orkan er aðeins hærri í ár. NDF er aðeins lægra og er AAT20 og PBV20 nokkuð hærra í ár í rýgresinu.

Kalsíum, magnesíum og brennisteinn er heldur lægra.

Samantekt

Miðað við svona fyrstu niðurstöður heyefnagreininga er fóðurgildi gróffóðurs í ár svipað eða betra en í fyrra ef við horfum fram hjá grænfóðri. Þetta var krefjandi heyskaparár og greinilega hefur grænfóðrið átt erfitt uppdráttar en mönnum tekist að ná ágætum gæðum í heyinu. Svo er spurning hvort til sé nægilegt magn af þessu heyi. Sömuleiðis er fóðrið blautara í ár sem getur komið niður á lystugleika fóðursins og þar af leiðandi á fóðurinntökunni. Gripirnir þurfa þá einnig að innbyrða meira magn af fóðri til að ná sama þurrefnisáti. Heilt yfir er tréni aðeins lægra í ár nema í seinni slættinum og getur það reynt meira á vambarumhverfið. Jórturdýr þola ekki eins vel kjarnfóðurgjöf og þurfa því meiri tíma og hægari upptröppun til að venja vambarumhverfið við kjarnfóðurgjöfina. Þegar fleiri niðurstöður liggja fyrir verður gert grein fyrir þeim niðurstöðum skipt upp eftir landshlutum.

Skylt efni: heyefnagreiningar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...