Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frumkvöðlar í Sjávarklasanum: Vilja bæta álit á roði
Í deiglunni 10. júlí 2023

Frumkvöðlar í Sjávarklasanum: Vilja bæta álit á roði

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

„Við gerum snakk úr roði sem við fáum ferskt frá Brim, sem við erum í góðu samstarfi við,“ segir Jóhann Tómas Portal hjá Roðsnakki.

Félagarnir kynna roðsnakk í Sjávarklasanum

Þeir þurrka og léttsteikja roðið samdægurs og gera úr því stökkar flögur. Eina viðbætta innihaldsefnið er salt. Jóhann og félagar hans hjá Roðsnakki eru nemendur við Tækniskólann. Þeir tóku þátt í keppninni Ungir frumkvöðlar. Þar fengu þeir sérstök verðlaun fyrir frumlegasta sölubásinn, enda framsetningin mjög áhugaverð og skreytt með neti. „Það eru búin að vera mjög góð viðbrögð.Það finnst öllum þetta rosalega gott. Það hafa margir spurt hvort þeir geti fjárfest eða keypt einhvern part af fyrirtækinu, eða hvort þetta sé komið í búðir. Það er í mjög góðu ferli, en við erum með fundi planaða með stórum fyrirtækjum sem myndu geta útvegað okkur öll leyfi, þannig að við erum á góðri leið.

Þessi vara okkar lofar mjög góðu, en það vantar nýtt álit á fiskiroð. Það er oftast horft á þetta sem drasl,“ segir Jóhann. Nú er fiskiroð meðal annars nýtt í framleiðslu á gæludýrafóðri, en þeirra markmið er að gera úr því vöru sem nær til alls almennings. Jóhann vonast til að geta byrjað að selja roðsnakkið í verslunum í lok sumars.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...