Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Viðar Garðarsson og Íris Jónsdóttir Thordersen hjá TARAMAR.
Viðar Garðarsson og Íris Jónsdóttir Thordersen hjá TARAMAR.
Í deiglunni 12. júlí 2023

Frumkvöðlar í Sjávarklasanum: Kremaframleiðsla í gömlu bókasafni

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stofnendur TARAMAR eru bæði prófessorar við Háskóla Íslands, Guðrún Marteinsdóttir fiskifræðingur og Kristberg Kristbergsson matvælafræðingur.

Við erum að flytja þrjátíu ára vísindastarf þessara hjóna inn í kremaframleiðsluna,“ segir Viðar Garðarsson, markaðsstjóri TARAMAR.

Viðar segir vörurnar bæði afar tæknilegar og búnar til úr náttúrulegum hráefnum. „Við erum að sameina heim hreinna náttúruvara og heim nýsköpunar og tæknilegra lausna og erum kannski eitt af örfáum merkjum í heiminum sem hefur kunnáttu og þekkingu til að blanda þessu tvennu saman.“ Kremin og húðvörurnar eru framleidd í húsnæði í Sandgerði, sem áður hýsti bókasafn bæjarins.

Þörungar og lækningajurtir

Virku efnin í kremunum eru annars vegar fengin úr þangi og þörungum, sem eru handtíndir við Breiðafjörð, og hins vegar íslenskum lækningajurtum sem koma frá Vallanesi á Fljótsdalshéraði og Hæðarenda í Grímsnesi. Þar nefnir Viðar plöntur eins og morgunfrú, fjólur og vallhumal.

„Sumir segja að við séum kaþólskari en páfinn, því okkur er mjög umhugað um það hvað fer í kremin og erum að leggja á okkur heilmikla vinnu til að ná í sem best hráefni.“

Úr hráefninu draga þau út efni sem hafa sjáanleg áhrif á húðina og hægja á öldrun. „Guðrún, sem er stofnandi TARAMAR, kallar þetta „slow cosmetics“, af því að í raun og veru taka sumar af þessum aðferðum langan tíma,“ segir Viðar.

Hann tekur sem dæmi að sumar tegundir af þara þurfa að liggja í olíubaði í nokkra mánuði áður en hægt er að ná efnunum sem þau sækjast eftir.

Góð sala hérlendis

Fyrirtækið kom með fyrstu vörurnar á markað 2015. „Við erum fyrst og fremst á Íslandi enn þá, en erum að reyna fyrir okkur á nokkrum stöðum erlendis,“ segir Viðar. 80 til 90 prósent sölunnar er innanlands. „Við erum að selja mjög vel, en við þurfum meira til þess að fyrirtækið sé vel heilbrigt. Fyrir allt það vísindastarf sem við erum með í gangi, þurfum við að komast með vörurnar okkar út og ná markaðsfestu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...