Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ína Björk Helgadóttir og Inga Rut Kristinsdóttir hjá Feel Iceland.
Ína Björk Helgadóttir og Inga Rut Kristinsdóttir hjá Feel Iceland.
Líf og starf 27. júní 2023

Frumkvöðlar í Sjávarklasanum: Kollagen hefur margvísleg áhrif

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hinn Íslenski sjávarklasi bauð gestum og gangandi að heimsækja Hús Sjávarklasans í lok síðasta mánaðar. Þar voru yfir 50 frumkvöðlar með fjölbreytt vöruúrval.

Mikil gróska er í nýsköpun í Sjávarklasanum. Þar stíga frumkvöðlar og sprotafyrirtæki sín fyrstu skref og auka fjölbreytni íslenskra sjávarafurða og koma með nýjar leiðir til að nýta auðlindir hafsins. Á sýningu þann 25. maí síðastliðinn var almenningi boðið að kynna sér margbrotið vöruúrval. Þar má nefna húðvörur, fæðubótarefni, snakk og fleira.

Ína Björk Helgadóttir og Inga Rut Kristinsdóttir hjá Feel Iceland.

Kollagen hefur margvísleg áhrif

Feel Iceland framleiðir kollagen úr þorskroði. Þau selja bæði hreint kollagen sem hægt er að nýta sem fæðubótarefni, ásamt því að útvega Ölgerðinni virka efnið í Collab drykknum.

Ína Björk Helgadóttir, fram- leiðslu- og gæðastjóri hjá Feel Iceland, segir fyrirtækið auka verðmæti fisksins með því að nýta aukaafurðir, eins og roð. Eftir að kollagen fæðubótarefnin höfðu náð miklum vinsældum kom upp sú hugmynd að gera kollagendrykk. Leitast var eftir samstarfi við Ölgerðina, sem sýndi mikinn áhuga og var Collab drykkurinn þróaður í kjölfarið.

„Þetta er mjög vinsæll drykkur á Íslandi og hefur sannarlega fest sig í sessi,“ segir Ína Björk. Ína Björk bætir við að kollagen finnist í öðrum dýraafurðum. Þorskroðið sé sérlega gott hráefni. Annars vegar þar sem fiskurinn syndir villtur í köldum sjó, og er því afar hrein afurð. Hins vegar þar sem upptaka líkamans á fiskikollageni er meiri en á öðru kollageni.

Hún bendir á að kollagen geti haft margvísleg áhrif, en eigin framleiðsla líkamans á efninu minnkar við 25 ára aldur. Á árum áður fékk fólk meira af kollageni úr fæðunni, til að mynda úr fiski og beinasoði. Varan frá Feel Iceland er til að bæta upp fyrir minna kollagen sem fólk fær úr mat. Kollagen hefur margvísleg mismunandi áhrif á líkamann. Ína Björk nefnir þó að það geti meðal annars haft jákvæð áhrif á húð, hár, neglur, liði, beinþéttni, meltingu og þar fram eftir götunum. „Mikið af íþróttafólki tekur þetta ef það hefur lent í meiðslum eða aðgerðum og vill flýta endurheimt,“ segir Ína Björk.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...