Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þórhallur Guðmundsson hjá Primex.
Þórhallur Guðmundsson hjá Primex.
Í deiglunni 11. júlí 2023

Frumkvöðlar í Sjávarklasanum: Heilsuvörur úr rækjuskel

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Siglfirska fyrirtækið Primex framleiðir húðkrem og bætiefni undir nafninu Chito Care. Virka efnið er kítósan fjölsykra sem fengin er úr rækjuskel.

Meðal þeirra vara sem ChitoCare selur eru húðkrem, sápur, sáragel og fæðubótarefni sem bæta heilbrigði húðar, hárs og nagla. Einnig framleiða þau fæðubótarefni undir nafninu Libosan sem bætir þarmaflóruna.

Rækjurnar sem gefa af sér skelina eru úr stofni sem veiðist fyrir norðan land. Þórhallur Guðmundsson hjá Primex segir þann stofn hafa þá sérstöðu að kítósan fjölliðurnar eru lengri en í öðrum stofnum, sem þýðir meiri gæði. Vörurnar eru framleiddar á Siglufirði, Grenivík og í Þýskalandi.

Í stað plásturs

Þórhallur segir sáragelið hafa mjög mikla virkni. Það slær til að mynda á bruna, frá sól eða öðru. Einnig nefnir hann einstakling sem var með krónískt sykursýkissár og tók þátt í rannsókn erlendis.

Sárið var búið að vera opið í níu ár og engin meðferð var búin að virka. Þegar hann byrjaði að nota sáragelið frá ChitoCare lokaðist sárið á nokkrum vikum. Þórhallur bætir við að sáragelið geti í mörgum tilfellum komið í staðinn fyrir plástur.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...