Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þórhallur Guðmundsson hjá Primex.
Þórhallur Guðmundsson hjá Primex.
Í deiglunni 11. júlí 2023

Frumkvöðlar í Sjávarklasanum: Heilsuvörur úr rækjuskel

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Siglfirska fyrirtækið Primex framleiðir húðkrem og bætiefni undir nafninu Chito Care. Virka efnið er kítósan fjölsykra sem fengin er úr rækjuskel.

Meðal þeirra vara sem ChitoCare selur eru húðkrem, sápur, sáragel og fæðubótarefni sem bæta heilbrigði húðar, hárs og nagla. Einnig framleiða þau fæðubótarefni undir nafninu Libosan sem bætir þarmaflóruna.

Rækjurnar sem gefa af sér skelina eru úr stofni sem veiðist fyrir norðan land. Þórhallur Guðmundsson hjá Primex segir þann stofn hafa þá sérstöðu að kítósan fjölliðurnar eru lengri en í öðrum stofnum, sem þýðir meiri gæði. Vörurnar eru framleiddar á Siglufirði, Grenivík og í Þýskalandi.

Í stað plásturs

Þórhallur segir sáragelið hafa mjög mikla virkni. Það slær til að mynda á bruna, frá sól eða öðru. Einnig nefnir hann einstakling sem var með krónískt sykursýkissár og tók þátt í rannsókn erlendis.

Sárið var búið að vera opið í níu ár og engin meðferð var búin að virka. Þegar hann byrjaði að nota sáragelið frá ChitoCare lokaðist sárið á nokkrum vikum. Þórhallur bætir við að sáragelið geti í mörgum tilfellum komið í staðinn fyrir plástur.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...