Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Margrét Polly Hansen.
Margrét Polly Hansen.
Lesendarýni 26. ágúst 2025

Frumkvöðlar á landsbyggðinni fá sviðsljósið

Höfundur: Margrét Polly Hansen, verkefnastjóri nýsköpunar hjá Háskólasamfélagi Suðurlands.

Hugmynd sem fæddist við eldhúsborðið gæti orðið næsta stóra fyrirtæki. En hvernig fer maður af stað? Það er spurning sem margir sem ganga með hugmynd í maganum hafa líklega spurt sig – og svarið gæti nú leynst í nýju verkefni sem fer af stað í haust: Startup Landið, viðskiptahraðall sérstaklega ætlaður frumkvöðlum utan höfuð bor garsvæðisins.

Þetta er í fyrsta sinn sem Startup Landið er haldið, en verkefnið er hluti af víðtækari viðleitni til að styrkja nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á landsbyggðinni. Það er styrkt af Lóu – nýsköpunarsjóði landsbyggðarinnar, og markmiðið er skýrt: að skapa rými, stuðning og athygli fyrir hugmyndir sem verða til utan hefðbundinna miðstöðva.

Höfuðborgin með stærstan hlut – en þörf á að dreifa tækifærunum

Þótt landsbyggðin búi yfir fjölbreyttri þekkingu, hugmyndum og frumkvæði, endurspeglast það sjaldnast í fjármagnsflæði. Vel undir 30% nýsköpunarstyrkja fara til verkefna utan höfuðborgarsvæðisins – og vísisjóðir halda ekki sérstaklega utan um hlutfall fjárfestinga á landsbyggðinni, en mat á eignarsöfnum þeirra bendir til að hlutur nýsköpunar þar sé vel undir 10%.

Startup Landið er því ekki aðeins tilraun til að styðja við einstaklinga með góðar hugmyndir – heldur einnig til að breyta þessu landslagi og beina athyglinni að því nýsköpunarstarfi sem þegar er að eiga sér stað úti um allt land.

Frá hugmynd að veruleika

Viðskiptahraðall er verkefni þar sem frumkvöðlar fá markvissan stuðning við að þróa hugmyndir sínar, læra af reyndum sérfræðingum og vinna að því að móta raunhæfan rekstrargrundvöll. Í Startup Landinu verður það gert með vinnustofum og einstaklingsmiðaðri handleiðslu, auk tveggja staðlota þar sem teymin hittast í eigin persónu.

Verkefnið hefst 18. september og stendur yfir fram í lok október. Teymin hittast tvisvar í viku í gegnum fjarfundabúnað, en hittast einnig í vinnustofu á Selfossi 25.– 26. september. Þar verður boðið upp á gjaldfrjálsa gistingu, mat og fræðslu. Ferðakostnaður er niðurgreiddur.

Lokaviðburðurinn fer svo fram á fjárfestahátíðinni Norðanátt í Hofi á Akureyri, þar sem þátttakendur kynna hugmyndir sínar á sviði fyrir fjárfestum, áhrifafólki í atvinnulífi og öðrum hagsmunaaðilum. Með því að halda lokaviðburðinn á einni stærstu nýsköpunarhátíð landsins utan höfuðborgarsvæðisins, fær nýsköpun á landsbyggðinni þá athygli sem hún hefur lengi átt skilið – og vonast er til að slíkt geti stuðlað að því að meira fjármagn færist í nýsköpun út á land.

Ekki spurning um stærð hugmyndar – heldur hugrekki

Þátttakendur eru valdir úr hverjum landshluta – tvö teymi eða einstaklingar frá hverju svæði komast að – og áhersla er lögð á að valið sé fjölbreytt og byggt á skýrum viðmiðum. Verkefnið er gjaldfrjálst og opið öllum sem búa utan höfuðborgarsvæðisins.

Það sem helst sameinar þá sem taka þátt í viðskiptahröðlum eins og Startup Landinu er ekki endilega fjármagn eða reynsla – heldur viljinn og þorið til að fylgja hugmynd eftir, sama hversu ólík eða óhefðbundin hún kann að virðast í upphafi.

Ef nýsköpun á að vera burðarstoð framtíðarinnar þarf hún að eiga sér stað alls staðar – og Startup Landið er liður í að tryggja að landsbyggðin verði ekki aðeins hluti af þeirri þróun, heldur í fararbroddi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...