Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Friðlýsing undirrituð vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum
Mynd / umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Fréttir 9. október 2017

Friðlýsing undirrituð vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra undirritaði í dag auglýsingu um friðlýsingu vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum.

Greint var frá þessu í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu:

„Undanfarin ár hefur verið unnið að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum til samræmis við samþykktir Alþingis á grundvelli náttúruverndaráætlunar og verndar- og orkunýtingaráætlunar. Svæðið var friðlýst árið 1981 og náði þá til 375 ferkílómetra. Með stækkuninni nú verður friðlandið í Þjórsárverum alls 1.563 ferkílómetrar. Fylgir friðlýsingin, sem nú hefur verið undirrituð, því samkomulagi sem náðist með hlutaðeigandi sveitarstjórnum vorið 2013 um afmörkun hins friðlýsta svæðis og þá friðlýsingarskilmála sem gilda eiga um það svæði.

Friðlýsingin er unnin á grundvelli náttúruverndarlaga, nr. 60/2013. Ráðherra kynnti áform um stækkun friðlandsins á fundi með viðkomandi sveitarstjórnum í júní sl. og var tillaga þess efnis í kjölfarið sett í opið umsagnarferli á vef ráðuneytisins í þrjá mánuði, sem lauk 3. október sl.  Alls bárust ráðuneytinu átta umsagnir þar sem fram kom almennur velvilji gagnvart friðlýsingunni.

Þjórsárver hafa mikla sérstöðu og eru mikilvæg á alþjóðlega vísu. Þjórsárver eru ein víðáttumesta gróðurvin miðhálendisins, og er lífríki þeirra fjölskrúðugt og einstakt. Má þar sérstaklega nefna vistkerfi veranna, votlendi, varpstöðvar heiðagæsa, víðerni og sérstaka landslagsheild. Með stækkun friðlands í Þjórsárverum næst það markmið að tryggja víðtæka og markvissa verndun svæðisins í heild sinni.

Í kjölfar friðlýsingarinnar mun Umhverfisstofnun hefja vinnu við undirbúning að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir svæðið í samvinnu við sveitarstjórnir á svæðinu. Jafnframt mun samráð vera haft vegna ráðstöfunar skilgreinds fjárframlags ríkisins til svæðisins, í samræmi við samkomulag sem gert var árið 2013.“

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...